Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 75

Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 75
Annars er ég svangur, bætir Pelinn við; ég ætla að vita hvort það er ekki til kalt kjöt frammi, mig langar í kalt kjöt. Hann fer fram og kemur aftur með flöskur, glös og tvær skálar. 1 skál- unum er kjöt og grænmeti. Þeir eta kjötið og drekka kókið með, græðgislega, því víndrykkja næturinnar hefur skolað burtu nokkru af áunninni siðfágun. Gott, kalt kjöt, — finnst þér ekki? spyr Pelinn. Prýðilegt, áttu nokkuð út í? Nei, ég þorði ekki að stela meiru, en þeir eiga nóg; við skulum flýta okkur að éta þetta og leggja svo af stað. Ég ætla ekki að borða meir, lánaðu mér tusku svo ég geti þurrkað mér um hendurnar. Siggi hendir í hann nátttreyju og síðan eru þeir tilbúnir. Einar Gríms á heima í kjallara í gömlu, stóru timburhúsi. Einu af þessum húsum, sem eru brot á öllum lögmálum öðru en því að hægt er að búa í þeim. Þau geta á engan hátt vakið ánægju eða glatt augu íbúanna. Og það virðast vera örlög svo margra slíkra húsa, að eigendurnir virðast hafa komið sér saman um að halda þeim sem Ijótustum. Illa festar og' ryðgaðar plötur 'hanga utan á þeim, að því er bezt verður séð af gömlum vana. Sundurtættar þakrennur lafa niður með húshliðinni og dyraumbúnaðurinn virðist frekar gerður fyrir ferfætlinga en menn. Þegar þeir koma að húsinu vekur það hjá þeim undarlegar kenndir. Þetta hús er eins og dottið út úr skáldsögu eftir Dostojefski. Eða Leyndardómum Parísarborgar, segir Siggi. Ætli þeir séu byrjaðir? Áreiðanlega; gerir ekkert; það er víst nóg til. Þeir banka. Kom, hrópar drukkinn unglingur fyrir innan. Hæ, strákar, við erum byrjaðir. Nunc est bibendum, það á að drekka kert- ið niður, segir Einar og bendir á stórt kerti á borðinu. Það er eina ljósið í her- berginu, og birtan flöktir um loft og veggi. Leikur á andlitum mannanna tveggja, sem fyrir eru. Þeir eru orðnir góðglaðir. Setjizt þið, strákar, já setjizt þið bara á gólfið, fínt. Hér eru púðar. Jón, láttu strákana fá vín. tJtvarpið er á erlendri stöð og í því eru danslög, það er stillt lágt. Þegar þeir eru búnir að fá vín í glösin er skálað. Má ekki hækka útvarpið? spyr Gestur. Alls ekki, maður, rólegur; þá getur hún vaknað, hún Þóra, segir Einar. Hvaða helvítis Þóra? spyr Siggi og er kominn í skap. Þekkið þið ekki Þóru, geimkerlmguna mína, haha. Hún er í Strætinu. Ég hélt að allir þekktu Þóru, drafar í Jóni. Passið ykkur að vekja hana ekki, og hann sækir í sig veðrið. Hún verður áreiðanlega þyrst, þyrst, þegar hún vaknar. Er það ekki allt í lagi? Er ekki til nóg vín? spyr Siggi. Vín, svo við getum líknað einni dóttur götunnar. Hættið þessu rugli, skýtur Gestur inn í, drekkum bræður, skál, skál. Og glösin eru tæmd, aðeins dreggjarnar lita botninn. TlMARITIÐ VAKI 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Vaki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.