Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 43

Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 43
koma menn, sem skapa þægilega og ódýra fatatízku, finna upp tæki til að spara tíma og erfiði. Fjöldinn myndar að lokum samfélag með eigin iðnaði, sér- stökum bókmenntum, tónlist, trú og mataruppskriftum. Evrópskir menntamenn verða fyrr eða síðar að ganga til móts við hið nýja afl og þeim mun veitast baráttan léttari, ef þeir kynna sér aðstæður mennta- manna í Bandaríkjunum. Tilvera banda- rískra menntamanna er tæpast fyllilega viðurkennd, og þeir búa við lítið öryggi eða vissu um eigið gildi. Skáld og rithöf- undar finna ekki gleði sína nema þeir kunni að meta hina frumstæðu fegurð hversdagslífsins, þeir fyllast því oft beiskju, yrkja og skrifa af vægðarlausri gagnrýni um stöðu sína í bandarisku þjóðlífi, þeim finnst það snautt af til- íinningu og næmi, þeim er nánast of- aukið. Að vísu eru bækur þessara manna stundum vel keyptar, fólk les þær og ef höfundur á til ritleikni getur bókin orðið arðbær og þá getur hann oft lifað betra lífi en bróðir hans í Evrópu. En hann skynjar tortryggni almennings á starfi sínu og bandarískir menntamenn eiga ólíkt minni þátt í að móta viðhorf sam- borgara sinna til andlegra iðkana en evrópskir menntamenn. Margir kannast við straum „Útlaganna", the expatriates til Evrópu eftir fyrri heimsstyrjöld, þeir settust þar að og leituðu griðastaðar í löndum, þar sem starf þeirra var skilið og metið. Að tiltölu við fólksf jölda eru vafalaust fleiri sinfóníuhljómsveitir í Bandaríkj- unum en í nokkru Evrópulandi, fleiri bókasöfn og þau betur búin bókum, fleiri styrktarfélög og styrkir og sér- stakir sjóðir til eflingar rannsókna í háskólum, fleiri vel launuð störf standa þar menntamönnum til boða en í Ev- rópu, samt skortir þjóðina skilning á lífi menntamannsins. Pragmatisminn lýsir vel afstöðu hversdagsmannsins til ávaxta vitsmunalífsins: ef það kemur að gagni er það satt og gott. Menn eins og Thomas Edison, Henry Ford og bræð- urnir Wright hafa næstum hlotið sæti við hlið dýrlinga, af því að árangurinn af vísindastarfi þeirra hefur reynzt nyt- samur. Þeir voru hversdagsmenn að því leyti, að þeir unnu að tilraunum í við- gerðarstofum bifreiða og reiðhjóla, í hlöðum og uppi á húsloftum, og það eitt var ekki lítill þáttur í að afla þeim vin- sælda. Menntamaður getur aldrei fært al- menningi slíkar gjafir, hann verður ekki mældur á pragmatiskan mælikvarða og litlar líkur til að hans eigin mælikvarði verði nokkru sinni borinn að andlegri ástundun almennings. Það er fjöldinn sem settist fyrstur í áhrifasætið og það- an verður honum ekki þokað, og mæli- kvarði hans hefur gefið góða raun við öflun efnalegra gæða í nærfellt tvær aldir, hann hefur fært fólkinu trú á eigið gildi og hamingjuríka framtíð, traust á hversdagsmanninn og öllu sem honum er skylt. Fjöldi Evrópu á engin slík sigurmerki, hann getur ekki bent stoltur á sigurfarir og æðstu virðingar eins og fjöldi Bandaríkjanna. En það er vafamál, hvort hinn evrópski fjöldi verður öllu lengur jafn undirgefinn í afstöðu sinni til menntamanna og lista- manna og hingað til. Hann hefur tekið völdin í nokkrum löndum og víðast hvar miðar honum eitthvað áleiðis. Markið virðist ekki langt undan og spurning aðeins, hve lengi þurfi að bíða þess, nema sagan taki þá breytta stefnu. Menntamaðurinn hefur um marga kosti að velja. Sé hann skapandi lista- maður vonast hann að líkindum til að geta þrætt meðalveg eigin óska og smekkvísi almennings. Þá mun hann rata í raunir og verða að svara sjálfum sér, hve langt megi ganga við að þólm- TlMARITIÐ VAKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Vaki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.