Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 6

Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 6
helzt virðist sjálfkrafa, allt hið merkasta í menningu viðskiptaþjóð- anna. Kannski halda þeir, að andlegur auður okkar vaxi í réttu hlut- fálli við tölu farþega til landsins, eða við tölu vörukassa, eða ef til vill þunga beggja? Ástœða er til grunsemda. Almenningur hér á landi hefur reynzt lítt vandlátur í vali á erlendum fyrirmyndum og áhrifum. Hér er tekið við flestu, sem býðst erlendis frá, en er það ekki fullmikil gestrisni? Fólk fer að staðaldri í kvikmyndahús, sem bjóða lélegar myndir. Níu tíundu eru lélegar á almennan mœli- kvarða, þegar bezt lœtur eru þær aðeins leiðinlegar, oft for- heimskandi. Hér fœst lítið af góðum bókum erlendum, um skeið ekki neitt; hins vegar aldrei skortur á þýddum reyfurum og klám- ritum, dönskum familíublöðum og amerískum stjörnubókmenntum. Amerikanisminn eignast hér æ fleiri dýrkendur; einni hlið hans eru gerð nokkur skil annars staðar í þessu hefti, en það verður alltaf undrunarefni hvernig jafnómerkilegt fyrirbœri getur orkað á mannaða þjóð. Einhver kann að spyrja hvort nokkuð sé við þessu að gera. Er ekki hver og einn frjáls á vali á áhugaefnum og dægrastyttingum, hverj- um kemur við þótt einhverjum sé ánægja af að horfa á lélega kvik- mynd? Að vísu er hann frjáls, en aðeins að nokkru leyti, og jafnan ófrjálsari en hann hyggur. Við myndum samfélag. Þess vegna er hver einstaklingur háður heildinni, hann sækir hugmyndir sínar til um- hverfisins og getur aldrei orðið því óháður, hvorki í hugsun né at- höfn. Okkur er skapað að lafa saman hvort okkur þykir Ijúft eða leitt. En á íslandi á málið jákvœðari hliðar. Við myndum ekki að- eins samfélag, við erum þjóð, islenzk þjóð. Og er þörf að minna á, að við búum í landi, sem hefir í þúsund ár verið heimajörð íslend- inga, er eða á að vera íslenzk eign? Þarf að minna á, að við höfum tekið í arf mikið af reynslu horfinna kynslóða i landinu, höfum tekið i arf þjóðlega menningu, að hún geymir margan fjársjóð? Og enn er skylt að spyrja: Eigum við að leggja arf okkar til hliðar eins og forngrip eða ávaxta hann? Borgarálega þenkjandi menn kann að undra, að spurningar sem þessar skuli vakna. Þeir, hæstu skattgreiðendur, horfa árlega á al- þingi veita fé til menntamála. Alþingi styrkir listamenn á öllum sviðum og frœðimenn, kennaralið vinnur að þvi að manna œsku lands- ins, fólk er styrkt til náms við erlenda háskóla, fé er eytt í þjóðleik- hús o. s. frv. Og styrkþegar, köllum þá menntamenn, bregðast mis- jafnlega við fénu, sem að þeim er rétt. Ekki má vanþakka gullið þótt TlMARITIÐ VAKI 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Vaki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.