Vaki - 01.09.1952, Síða 6
helzt virðist sjálfkrafa, allt hið merkasta í menningu viðskiptaþjóð-
anna. Kannski halda þeir, að andlegur auður okkar vaxi í réttu hlut-
fálli við tölu farþega til landsins, eða við tölu vörukassa, eða ef til
vill þunga beggja? Ástœða er til grunsemda. Almenningur hér á
landi hefur reynzt lítt vandlátur í vali á erlendum fyrirmyndum og
áhrifum. Hér er tekið við flestu, sem býðst erlendis frá, en er það
ekki fullmikil gestrisni? Fólk fer að staðaldri í kvikmyndahús, sem
bjóða lélegar myndir. Níu tíundu eru lélegar á almennan mœli-
kvarða, þegar bezt lœtur eru þær aðeins leiðinlegar, oft for-
heimskandi. Hér fœst lítið af góðum bókum erlendum, um skeið
ekki neitt; hins vegar aldrei skortur á þýddum reyfurum og klám-
ritum, dönskum familíublöðum og amerískum stjörnubókmenntum.
Amerikanisminn eignast hér æ fleiri dýrkendur; einni hlið hans
eru gerð nokkur skil annars staðar í þessu hefti, en það verður
alltaf undrunarefni hvernig jafnómerkilegt fyrirbœri getur orkað á
mannaða þjóð.
Einhver kann að spyrja hvort nokkuð sé við þessu að gera. Er ekki
hver og einn frjáls á vali á áhugaefnum og dægrastyttingum, hverj-
um kemur við þótt einhverjum sé ánægja af að horfa á lélega kvik-
mynd? Að vísu er hann frjáls, en aðeins að nokkru leyti, og jafnan
ófrjálsari en hann hyggur. Við myndum samfélag. Þess vegna er hver
einstaklingur háður heildinni, hann sækir hugmyndir sínar til um-
hverfisins og getur aldrei orðið því óháður, hvorki í hugsun né at-
höfn. Okkur er skapað að lafa saman hvort okkur þykir Ijúft eða
leitt. En á íslandi á málið jákvœðari hliðar. Við myndum ekki að-
eins samfélag, við erum þjóð, islenzk þjóð. Og er þörf að minna á,
að við búum í landi, sem hefir í þúsund ár verið heimajörð íslend-
inga, er eða á að vera íslenzk eign? Þarf að minna á, að við höfum
tekið í arf mikið af reynslu horfinna kynslóða i landinu, höfum tekið
i arf þjóðlega menningu, að hún geymir margan fjársjóð? Og enn
er skylt að spyrja: Eigum við að leggja arf okkar til hliðar eins
og forngrip eða ávaxta hann?
Borgarálega þenkjandi menn kann að undra, að spurningar sem
þessar skuli vakna. Þeir, hæstu skattgreiðendur, horfa árlega á al-
þingi veita fé til menntamála. Alþingi styrkir listamenn á öllum
sviðum og frœðimenn, kennaralið vinnur að þvi að manna œsku lands-
ins, fólk er styrkt til náms við erlenda háskóla, fé er eytt í þjóðleik-
hús o. s. frv. Og styrkþegar, köllum þá menntamenn, bregðast mis-
jafnlega við fénu, sem að þeim er rétt. Ekki má vanþakka gullið þótt
TlMARITIÐ VAKI
4