Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 102
sem syndin getur náð á tökum, annað
ekki. Skiptingunni er hraðað fyrir
hræsni og ýkt mótmæli eldri dætra hans,
en Kordelía er syndinni óskyld. Per-
sónan er girnilegri til fróðleiks en flest-
ir halda ef litið er á hana táknrænt en
ekki sem efni til sálfræðiathugana. Hún
dvelst með föður sínum áður en hann
syndgar, sættir sig ekki við atferli hans,
fer frá honum, en leitar aftur á fund
hans þegar hann er hreinn orðinn. Allt
miðbik leiksins er hún hvergi nærri,
samt gleymum við ekki návist hennar.
Hún er í rauninni hin guðlega náð. Hjá
Dante getur náðin heldur ekki verið ná-
læg þegar hann fer um helvíti og hreins-
unareld, en hún sendir honum Virgil.
Hún kemur fram vilja sínum með hjálp
tækis, eins og Kordelía notar Kent.
Hann er leiðsögumaður Lears að því
er virðist, hann heldur vitsmunum sín-
um óskertum þegar konungur brjálast.
Og í þessum leikritahópi lítur Shake-
speare ennþá á syndina sem ástleysi.
Synd Goneríls og Regans er að elska
fullir hræsni; dyggð Kordelíu er hin
fullkomna ást. Hún nefnir hana „ástina
samkvæmt heitum, hvorki meira né
minna,“ en heitin sem sameina guð og
menn krefjast fullkominnar ástar.
Frakkakonungur segir hvað ástin eigi
að vera:
.... Love is not love
When it is mingled with regards that stand
Aloof from the entire point.“
Hann elskar Kordelíu fyrir auðmýkt
hennar: „Fairest Cordelia, that art most
rich, being poor; most choice, forsaken;
most loved, despised." Þetta eru dyggð-
ir, sem svara til syndar Lears, þegar
hann fylltist hroka. Dante gerir því skil
í tíunda óði Hreinsunareldsins, þar sem
hinum hrokafulla er hegnt:
,,Vero é che piú e meno aran contratti
secondo ch’avean piú e meno addosso;
e qual piú pazienza avea negli li atti
piangendo parea dicer; piú non posso."
Eða: Satt er, að þeir voru meira og
minna bognir því þeir báru byrðar, mis-
jafnlega þungar. Og sá sem sýndi mesta
þolinmæði virtist segja stynjandi: Meira
get ég ekki.
Meginefni Hreinsunarelds er ástin
sem fyrirgefur, og Lear verður að lær-
ast að fyrirgefa.... Þegar hann er að
verða sturlaður hrópar hann:
„Tremble thou wretch
That hast within thee undivulged crimes
Unwhipped of justice."
Honum er réttlætið ríkara í huga en
miskunnin, en hún er að sögn Shake-
speares í Kaupmanninum í Feneyjum
„máttugust alls.“ Dante hyggur að misk-
unnin sé hin guðlega vera sem verður
fyrst til að bjarga honum frá reiðinni
sem koma skal, hún er „Donna gentil
nel ciel“ í öðrum óð Helvítis. Ekki hef-
ur Lear lært ennþá dyggð auðmýktar-
innar þegar hér er komið sögu; hann
segir:
„I am a man
More sinned against then sinning."
En þannig syndgar sá sem skeytir
ekki um syndina í fávizku sinni, „wich
is carelessness, under the heading of
accedia, which I called sloth“, — „en
það er kæruleysi sem telst til accedia,
og ég nefndi sinnuleysi,“ segir á ein-
um stað miðaldahöfundur enskur. 1 Lear
konungi kveður Shakespeare lokadóm
yfir hættum sem stafa af ranglegri beit-
ingu vitsmuna. 1 Hamlet og Othello
bendir hann á hættur sem stafa af vits-
munum einum. En honum hefur ekki
tekizt að finna neitt í þeirra stað. Hann
sýnir í Lear konungi að kóngur finnur
TlMARITIÐ VAKI
100