Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 60

Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 60
götvun sinni, „deep focus“, hlutir og persónur, sem eru langt frá vélinni eru eins ljóslega í focus og hlutir, sem eru nær henni. T. d. í hinu fræga atriði, þegar Herbert Marshall er að deyja og þjáningai’svipurinn á andliti hans er sýndur í nærmynd, ofarlega til vinstri á tjaldinu. Kona hans, Bette Davis, er á miðju baksviðinu, einnig alveg í focus. Við vitum, að hún vill að hann deyi og að hann hefur nýlega beðið hana að ná í lyfið, sem bjargað getur lífi hans. Hún hreyfir sig ekki og við sjáum kalda hörkuna í svip hennar jafnljóslega og þjáningarnar á andliti hans. Auðvitað hefði mátt ná líkum áhrifum með klipp- ingu, þ. e. a. s., með því að sýna fyrst hinn deyjandi mann og síðan hreyfing- arlausa konuna. En að sýna þau bæði um leið á þennan hátt er áhrifameira. Áður fyrri hefði eiginkonan á baksvið- inu orðið ógreinileg, en fyrir uppgötvun hans er hægt að beina athyglinni að báðum hjónunum á sama tíma. Upp- finningin var mikill ávinningur fyrir listræna myndatöku og varð Wyler að geysimiklu liði við The little Foxes, sem er nálegast kvikmyndað leikrit, og með töku Tolands er auðvelt að ímynda sér, að allt fari fram á sama sviði. Seinna gerði Wyler myndina The Best Years of Our Lifes (1947), aftur með Toland, og „deep focus“ er notað í allri myndinni, en með minni árangri, því það er oft notað þegar stjórnandinn þarfnast hans ekki nauðsynlega, til að fá það fram, sem hann vill, óhjákvæmilega missir það dramatískt slagmagn, sem það hafði í The little Foxes, vegna minnkandi and- stæðu við venjulega töku. Lýsingin er eitt hið þýðingarmesta atriði við myndatöku, eins og bezt kem- ur fram í orðum Gordon Craigs, þegar hann sagði, að lita ætti leiksviðið með Ijósi, en ekki málningu. Eins og áður var á minnzt, þá stillir myndatökumað- ur ekki vélinni upp fyrir framan svið- ið og tekur það. Hann ákveður ljósmagn og hvar hann á að koma ljósunum fyrir, hvaða hluti á að vera hulinn myrkri og hver í ljósi eða skuggum. Myndatöku- maður, sem hefur aðeins góða tækni mun koma Ijósunum þannig fyrir, að þau lýsi upp alla hluti eins og hægt er, hann reynir að framkalla dagsljós. En aftur á móti myndatökumaðurinn, sem er listamaður, leitast við að túlka hugblæ myndarinnar. T. d. notaði Toland milt flæðandi ljós, rökkur og skugga í Wu- thering Heights, með það fyrir augum að fá fram ástríðuþrungna rómantík sögunnar. 1 Þrúgum reiöinnar, sögu um mannlega eymd og fátækt, notaði hann engan farða á leikarana og lét ljósið ekki flæða, hver hlutur var hörkulega skýr og sérgreindur. 1 þessum tveim myndum hjálpaði Toland stjórnendun- um til að tjá sig. í mörgum myndum, sérstaklega á tímum þöglu myndanna þýzku, var notuð expressionisk skreyt- ing, sem skýrði atburðina. T. d. Das Kabinett des Dr. Caligari, gerð í Þýzka- landi (1920) af Robert Wiene. Myndin sýnir hryllilegar ofsjónir brjálaðs manns, sviðin eru öll gerð á vinnustofu. úr máluðum tjöldum, áhrifamagn þeirra var aukið með snjallri notkun ljóss og skugga. Nú er expressionisminn í víð- tækri merkingu hið æðsta tjáningaform listar, og telur innan vébanda sinna alla mikla málara, myndhöggvara, tónskáld og Ijóðskáld. Benedetto Croce skilgrein- ir hann sem hugsæja tjáningu allrar sálarinnar. Það er því auðsætt, að kvik- myndin á að stefna að því að vera ex- pressionisk. Það er jafnauðsætt, að skreyting gerð úr hreyfanlegum sviðs- útbúnaði, striga og málningu, eins og í þöglu myndunum þýzku, er óhæf í mörgum myndum, t. d. í Þrúgum reið- TlMARITIÐ VAKI 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Vaki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.