Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 56
Lítilmótleg skrif voru tekin fram yfir
annað, eingöngu vegna þess að þráður-
inn var skemmtilegur, æsandi, kitlandi,
um undirferli og slægð. En nú á dögum
erurn við okkur fyllilega meðvitandi um
möguleika skáldsögunnar og lítum á
hana sem fullþroskað listfonn. Við sjá-
um, að Dostojevski getur sagt sögu
eins léttilega og uppáhalds skemmti-
sagnahöfundar okkar, en auk þess bætir
hann við háleitri sálfræðilegri könnun
á manninum, ótta hans og vonum. Þar
eð við vitum að mikill skáldsagnahöf-
undur verður að segja meir en sniðuga
sögu, höfum við lært að meta tilraunir
höfunda eins og Proust, James Joyce og
Virginiu Wolf, sem varla fást við að
segja sögu. Þau nota skáldsöguna til
að kanna djúp mannshugans í leit að
lífstilgangi. Þannig hafa lesendur smám
saman smíðað sér mælikvarða, sem þeir
geta mælt við þá höfunda, er hafa risið
hæst upp yfir svið hinnar einföldu frá-
sagnar, er átjándu-aldar-lesendum
fannst svo skemmtileg og nauðsynleg.
Nú er því auðvelt að greina á milli skáld-
sögu, sem er skemmtilestur í einn eða tvo
tíma og annarrar er meira gildi hefur.
Kvikmyndirnar eiga líka sínar
„skemmtilegu" myndir, og myndir, sem
eru meira. Þær hafa á að skipa lista-
mönnum, sem reyna að lýsa einhverju
af djúprættum sannleik lífsins, en fólk-
ið hefur ekki enn náð sama þroska í
kröfum sínum til mynda og skáldsagna.
Það kemur oft fyrir að góðar myndir
fara framhjá jafnvel þroskuðum áhorf-
endum, en er síðan bjargað og kallaðar
aftur fram á sjónarsviðið fyrir viður-
kenningu áhugamanna. Þetta átti sér
stað um mynd Orson Welles, Citizen
Kane, en tækni hennar var á undan sín-
um tíma og henni var því upphaflega
enginn gaumur gefinn. En þar sem
þroskað mat er eklci fyrir hendi á kvik-
myndum og tækni þeirra, er það varla
undravert, þó að áhorfendur festi ekki
strax augun á mynd, sem hefur listrænt
gild vegna óvenjulegrar aðferðar eða
snjallrar tilraunar.
Það getur verið, að mynd John Fords
Þrúgur reiðinnar, hafi meiri áhrif á
skynugan áhorfenda en hin marglofaða
og lárviðarkrýnda mynd, Á hverfanda
hveli, en ef spurt væri hvers vegna,
mundi áhorfandinn líklega svara: Af
því að Ford er listamaður, en stjórnandi
Á hverfanda hveli sýnir aðeins góða
tækni. Þetta er vafalaust rétt, en er ekki
nóg. Ef lesandi Ulysses eftir James
Joyce væri beðinn að bera hana saman
við skáldsögu, segjum eftir Galsworthy,
mundi hann ekki vera ánægður með að
benda á, að Joyce væri meiri listamaður,
hann mundi einnig vilja leggja áherzlu
á djúpsæi Joyce, magnaða meðferð hans
á máli og stíl til að draga fram ósagðar
hugsanir persóna sinna, orðfegurð hans
og afburða hugkvæmni. Áhorfandinn
verður fyrir því sama í kvikmyndahús-
inu. Ford er meiri listamaður en stjórn-
andi Á liverfanda hveli, en hversvegna?
Hvað veldur því? Til að geta svarað
þessari spurningu, er nauðsynlegt að
hafa einhverjar hugmyndir um helztu
atriðin varðandi töku kvikmynda. Það
er mjög algengur misskilningur að álíta,
að kvikmynd geti ekki verið listaverk,
(nema af einskærri tilviljun) af því að
svo margir listamenn og tæknisérfræð-
ingar hafa lagt sameiginlega hönd á
gerð hennar. I sumum tilfellum er þetta
rétt, sérstaklega um litmyndir frá Holly-
wood, litmyndasérfræðingarnir þar
skeyta oftast ekkert um heildarsvip
myndarinnar, en leitast við að fullnægja
vanabundnum kröfum um birtu og
kalda, skæra liti. Af þessu verður það
skiljanlegt hversvegna allar beztu mynd-
irnar frá Hollywood eru svart-hvítar
TlMARITIÐ VAKI
54