Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 78

Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 78
Nei, ég drekk dry. Hraust kona, drekkur dry, umlar í Sigga, sem enn hefur ekki látið til sín taka. Einar horfir alltaf hlæjandi á gestinn og skálar við hann. Og hún lýkur fljótt úr glasinu. Þá fer að færast yfir hana, nýr svipur kemur líf í augun og varirnar orðnar votar af víni. Skál, strákar, segir hún og beinir orðum sínum til félaganna á gólfinu. Skál. Einar hefur lagt hönd sína yfir axlir hennar og þau drekka og delera í sam- einingu. Þegar hún er komin niður í hálft glasið, hristir hún hann af sér og segir: Strákar, eigum við ekki að syngja? Uppástungunni er tekið með máttlausri hrifningu. Rámri röddu tekur hún að syngja Yfir kaldan eyðisand. Hinir taka undir, þegar þeim sýnist, svona hver á eftir öðrum. Við sönginn er eins og eitthvað fari að titra innan í Gesti, til- finningar sem hann hefur ekki áður fundið til fara að bæra á sér. Það er þján- ing í rámum söngnum og hann hefur sameinað hjúin á legubekknum. Einar hef- ur aftur lagt hönd á öxl hennar. Þegar lagið er búið er haldið áfram að syngja, drekka og syngja þunglyndisleg og viðkvæm lög, sem umhverfið, hálfrökkur og kertaljós og nokkrir menn og ein kona í litlu herbergi gefa ennþá meiri dýpt. Siggi tekur þátt í söngnum af öllum sínum kröftum, Gestur er hljóðari eftir fyrstu lögin, hann hlustar og finnur. Honum finnst hann standa utan við hóp- inn, horfa á hann úr fjarska. Viðkvæmnin hefur óheppileg áhrif á hann, hann fer að finna betur til sín, að hann er einslæðingur í hópnum, ekki aðeins rödd, er tekur undir. Minningar sækja á huga hans, óskýrar. Hálfrökkvuð kvöld, full af saknaðarþrá. Þótt konan í legubekknum sé ekki góður fulltrúi fyrir ungu stúlk- urnar, sem hann hefur þekkt, þá hefur og rödd hennar kvenlega viðkvæmni og stundum hlær hún hásum, grófum hlátri. Kona, sem hlær við kertaljós. Ljósið skín gulleitt á þau öll, reykskýin svífa um herbergið, birtan gefur huganum vængi og maður svífur inn í draumalönd æskunnar. Gamlir draumar, sem ekki er kannazt við í vöku, vit.ia höfundar síns. Liðin vetrarkvöld, liðin bros, liðinn hlátur, sem ekki hljómar meir. Hann sér stúlku og fyrr en varir léttir vínþokunni af mynd hennar og hún verður albjört, grannvaxin, föl, með ljósrautt hár og þokkafullar hreyfingar. María, kemur fram á varir hans. María. — Einar, gefðu mér meira að drekka. En nú er Einar orðinn önnum kafinn við að faðma dóttur Strætisins og sinn- ir ekki kröfu Gests, svo hann verður s.iálfur að rísa upp og ná í flöskuna, sem stendur á borðinu. Þá verður kertið fyrir honum, það stendur þarna og varpar réttlátlega birtu sinni um herbergið. Á bak við það stendur flaskan, dökkgræn í skini kertisins. Hann þrífur til hennar og hellir í glasið. Blaktandi ljósið lýsir það upp og leikur í víninu. Hann dvelur við þetta um stund. Kertaljós, það er eins og hann muni, en hann reynir að reka það á burt. Siggi, viltu vín? Nei, ekki meira. Gefðu mér sígarettu. En minningaranar trufla hann áfram. Hann man þegar hann sat í stól inni í stofu og las við kertaljós og undirleik gamallar kirkjutónlistar, stórt og vold- ugt kvæði. Muldrandi sezt hann aftur á sinn stað. Tunglið skín inn um glugg- ann. Reykskýin eru orðin að gráum salla, sem hvílir yfir öllu. TlMARITIÐ VAKI 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Vaki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.