Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 103
ekki náð fyrr en hann sturlast og vinn-
ur sigur á hroka sínum. Hann játar fyr-
ir Kordelíu:
„I am a very íoolish, fond old man.
Fourscore and upward, not an hour
more nor less;
And, to deal plainly,
I fear I am not in my perfect mind.“
En Kordelía deyr og veldur það gagn-
rýnendum vandræða, þeir óttast að
harmsýn Shakespeares verði of þjak-
andi, en táknrænt séð er Kordelía ódauð-
leg: „Thou art a soul in bliss,“ — segir
Lear við hana. Harmleikurinn snýst um
dauða Lears en ekki Kordelíu. Konung-
ur hefur klifið brattann upp að hreins-
unareldi, hinni jarðnesku paradís, en
hann verður að cleyja til þess að öðlast
himnaríkisvist. Það er einungis í síð-
ustu leikritum Shakespeares sem sálin
getur komizt lifandi í himnaríki. Dauði
Lears, ólíkt því sem verður um Hamlet
og Macbeth, er för úr hreinsunarbálinu
í himnaríki:
.... he hates him
That would upon the rack of this tough world
Stretch him out longer.“
1 leikritinu Antoníus og Kleópatra er
sama efni til meðferðar og í Lear lcon-
ungi og verður þess ekki getið hér, að-
eins bent á að Shakespeare, Dante og
miðaldaguðfræðingar eiga sannmerkt
um að leggja litla áherzlu á syndir í kyn-
ferðismálum, syndir sem stafa af yfir-
gengileik ástarinnar; en það er aftur
ólíkt sjónarmiði siðabótar og endursiða-
bótar. Dante skipar hinum lostafullu í
efsta hring vítis og upp á hæstu syllur
í hreinsunareldi. Og gleymum þá ekki
sigurhrópi Kleópötru: „Husband I
come!“ Það er í eina skiptið sem hún
kallar Antoníus „husband“, eiginmann,
og er það merki þess að hún er hrein
af syndsamlegri ást en hverfur til hjóna-
bandsástar, tákns ástar á Kristi og
kirkju hans. Ofantalin leikrit mynda
þriðja hópinn í verki skáldsins. Þau eru
samin á árunum 1600 (Hamlet) til 1606
(Antonius og Kleópatra) og mætti velja
þeim nafnið vitsmunaleikrit (plays of
intellect).
Fjórða og síðasta hóp mynda þrjú
leikrit: Cymbeline, Vetrarævintýri (The
Winter’s tale) og Stormurinn. Það eru
hugsæisleikrit (plays of intuition).
Fyrstu tvö eru eilítið frábrugðin hinu
þriðja og verður komið að þeim mur.
síðar, en í heild eru þetta paradísarleik-
rit. Mannssálin hefur lifað syndug en
kemst til himnaríkis eftir skírn í hreins-
unarbálinu. 1 fyrstu tveim leikritunum
lítur skáldið á þessa för utan frá. En í
Storminum er förinni lýst innan frá,
frá himnaríki. Prospero, en það er
Shakespeare, er guð, og hinar sundruðu
höfuðskepnur eiga dvalarstað og næði á
eyju hans, hún er himnaríki á jörðu.
1 Cymbeline og Vetrarævintýri eru
leikritin byggð upp af sömu aðalatrið-
um. Ástinni er glatað fyrir skort á skiln-
ingi, en trúin finnur hana aftur. Shake-
speare heldur við hina gömlu hugmynd
sína að trú og ást séu hornsteinar mann-
lífsins, töpuð ást elur harmleik, fundin
ást gleðileik. Vetrarævintýri er sagan
um glataða og endurlieimta paradís, en
það er saga mannanna. Hún hefst í
hinni jarðnesku paradís:
,,We knew not
The doctrine of ill-doing, no, nor dreamed
That any did.“
Shakespeare grefst ekki fyrir um or-
sök hins illa í Leontes. Adam og Eva,
Leontes og Hermione eru brottrekin úr
Eden. Eftir langvinnar þjáningar verð-
ur Leontes syndar sinnar áskynja og
hann kemur að leita konu sinnar: ill-
dæði hans sannast fyrir tilverknað Per-
ditu og Florizels. Það er mærin og ungl-
TIMARITIÐ VAKI