Vaki - 01.09.1952, Side 103

Vaki - 01.09.1952, Side 103
ekki náð fyrr en hann sturlast og vinn- ur sigur á hroka sínum. Hann játar fyr- ir Kordelíu: „I am a very íoolish, fond old man. Fourscore and upward, not an hour more nor less; And, to deal plainly, I fear I am not in my perfect mind.“ En Kordelía deyr og veldur það gagn- rýnendum vandræða, þeir óttast að harmsýn Shakespeares verði of þjak- andi, en táknrænt séð er Kordelía ódauð- leg: „Thou art a soul in bliss,“ — segir Lear við hana. Harmleikurinn snýst um dauða Lears en ekki Kordelíu. Konung- ur hefur klifið brattann upp að hreins- unareldi, hinni jarðnesku paradís, en hann verður að cleyja til þess að öðlast himnaríkisvist. Það er einungis í síð- ustu leikritum Shakespeares sem sálin getur komizt lifandi í himnaríki. Dauði Lears, ólíkt því sem verður um Hamlet og Macbeth, er för úr hreinsunarbálinu í himnaríki: .... he hates him That would upon the rack of this tough world Stretch him out longer.“ 1 leikritinu Antoníus og Kleópatra er sama efni til meðferðar og í Lear lcon- ungi og verður þess ekki getið hér, að- eins bent á að Shakespeare, Dante og miðaldaguðfræðingar eiga sannmerkt um að leggja litla áherzlu á syndir í kyn- ferðismálum, syndir sem stafa af yfir- gengileik ástarinnar; en það er aftur ólíkt sjónarmiði siðabótar og endursiða- bótar. Dante skipar hinum lostafullu í efsta hring vítis og upp á hæstu syllur í hreinsunareldi. Og gleymum þá ekki sigurhrópi Kleópötru: „Husband I come!“ Það er í eina skiptið sem hún kallar Antoníus „husband“, eiginmann, og er það merki þess að hún er hrein af syndsamlegri ást en hverfur til hjóna- bandsástar, tákns ástar á Kristi og kirkju hans. Ofantalin leikrit mynda þriðja hópinn í verki skáldsins. Þau eru samin á árunum 1600 (Hamlet) til 1606 (Antonius og Kleópatra) og mætti velja þeim nafnið vitsmunaleikrit (plays of intellect). Fjórða og síðasta hóp mynda þrjú leikrit: Cymbeline, Vetrarævintýri (The Winter’s tale) og Stormurinn. Það eru hugsæisleikrit (plays of intuition). Fyrstu tvö eru eilítið frábrugðin hinu þriðja og verður komið að þeim mur. síðar, en í heild eru þetta paradísarleik- rit. Mannssálin hefur lifað syndug en kemst til himnaríkis eftir skírn í hreins- unarbálinu. 1 fyrstu tveim leikritunum lítur skáldið á þessa för utan frá. En í Storminum er förinni lýst innan frá, frá himnaríki. Prospero, en það er Shakespeare, er guð, og hinar sundruðu höfuðskepnur eiga dvalarstað og næði á eyju hans, hún er himnaríki á jörðu. 1 Cymbeline og Vetrarævintýri eru leikritin byggð upp af sömu aðalatrið- um. Ástinni er glatað fyrir skort á skiln- ingi, en trúin finnur hana aftur. Shake- speare heldur við hina gömlu hugmynd sína að trú og ást séu hornsteinar mann- lífsins, töpuð ást elur harmleik, fundin ást gleðileik. Vetrarævintýri er sagan um glataða og endurlieimta paradís, en það er saga mannanna. Hún hefst í hinni jarðnesku paradís: ,,We knew not The doctrine of ill-doing, no, nor dreamed That any did.“ Shakespeare grefst ekki fyrir um or- sök hins illa í Leontes. Adam og Eva, Leontes og Hermione eru brottrekin úr Eden. Eftir langvinnar þjáningar verð- ur Leontes syndar sinnar áskynja og hann kemur að leita konu sinnar: ill- dæði hans sannast fyrir tilverknað Per- ditu og Florizels. Það er mærin og ungl- TIMARITIÐ VAKI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.