Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 117
Picasso: Guernica.
gleðivaki er snertir sál manns innst.
Gleði er annað en skemmtun og dægra-
dvöl: Skemmtunin:
.... Only a ílicker
Over the strained time-ridden íaces
Distracted írom distraction by distraction
Filled with fancies and empty of meaning
Tumid apathy with no concentration
Men and bits of paper, whirled by
the cold wind.
(T. S. Eliot.)
Ekkert sem talizt getur eiga náttúru
til lista er óblandin skemmtun. Jafnvel
auðvirðilegasti reyfari, gamanleikurinn,
einfalt jazzstef verða að leita einhvers
upprunalegs í fari manns og gerð, verða
að snerta við einhverjum mannlegum
vanda sem kallar á hugsun manns eða
hrífur við tilfinningum. Það verður að
kalla fram viðbrögð til að takast, eitt-
hvert bergmál í hjarta manns eða skiln-
ingi. Og gegnir sama máli um mikla
list sem dægurflugurnar: Það er bundið
tilgangi hróps að það berist einhverjum
til eyrna.
Formgerðin, hrynjandi listaverks
gegnir voldugra hlutskipti en láta vel í
eyrum eða gleðja augað án frekari til-
gangs. Hrynjandin hrópar á uppruna-
legan þátt í gerð mannsins, vekur við-
bragð einhvers frumstæðs skyns. 1
hrynjandinni er fólginn lykill að sam-
bandi við verkið og fyrir það við skap-
ara þess og síðan tímann og alla nátt-
úru.
Ef til vill má segja að náttúran öll
eigi sér sína hrynjandi. Hrynjandi er
mót alls lífs: rhytmos forngrikkja, það
er form, mót, útlína, takmörk þess sem
er. Hver hreyfing, hver stund lífsins er
bundin þessari hrynjandi: ferð stjarn-
kerfanna um geiminn, snúning eind-
anna, sjávarföll úthafanna og slátturinn
í æðum okkar. Hún fer anda sínum um
allar gerðir manns, ræður ferð frá vöggu
til grafar. Hrynjandin í listinni sem
náttúrunni kallar á einhverja uppruna-
legustu eigind í fari okkar sem manna,
tengir okkur heimsslættinum. Og það
má kenna þessarar í’ytmisku viðleitni í
allri list, ef til vill rís hún æðst í tón-
list, nær samruni inntaks og alsöguls
forms nokkurs staðar hærra en í fúgum
Bachs? — og er slíkur samruni í algilt
og algert (absolut) form ekki takmark
gervallrar listar?
Rainer Maria Rilke hafði svo djúpt
skyn fyrir sameigind listanna að hann
fann sjálfur lífræn tengsl í innri til-
TlMARITIÐ VAKI
115