Vaki - 01.09.1952, Blaðsíða 13
BYZÖNSK LIST: Maximilian keisari Hrðsveinar hans, mósaikmynd frá Ravenna.
miklu veglegri sess í allri list og kom að
nokkru leyti í staðinn fyrir guðinn, sem
þar haíði setið fyrir. Þessi fundur náttúru
og manns er samtíma uppgötvun manna
á grísku hámenningunni, sem þeir tóku
sér að mörgu leyti til fyrirmyndar. Enda
er margt skylt með félagsháttum ítölsku
smáríkjanna frá 13. til 16. aldar og borg-
ríkjunum í Hellas. Tilgangur listarinnar
verður endurmyndun náttúrunnar í full-
komið verk, sem ekki er framar háð vald-
boði drottnanna, heldur œ meira komið
undir samvizku málarans sjálfs og hugs-
un.
Frá þessum tíma hafa okkur geymzt
margar athugasemdir um list og listaverk,
og er það í fyrsta skipti að við getum
vitnað til málaranna sjálfra. Dœmi sem
miklu ljósi varpar yfir upphafsskeið þessa
tímabils er einstœð bók eftir ítalska mál-
arann Cennino Cennini, og fjallar hún um
listina að mála. Hann stœrir sig af að
verá þriðji andlegi afkomandi Giottos,
kennari hans hafði numið hjá lœrisveini
meistarans. 1 upphafi bókarinnar lýsir
hann því hvernig listin varð til, og rœðir
tilgang hennar og eðli og kemst meðal
annars svo að orði: ,,Nú er þekkingin
mestrar virðingar verð. Nœst henni geng-
ur list sem á rœtur í þekkingunni og er
háð vinnu handarinnar og heitir sú mál-
aralist. En á hennar vegum verðum við
að vera gœddir bœði hugarflugi og hag-
leik til þess að afhjúpa óséða hluti, er
leynast undir dimmu borði náttúrlegra
mynda, og til að festa hönd á þeim og
koma á framfœri við sjónina því, sem
skki virtist vera til fram að þessu."
TlMARITIÐ VAKI
11