Vaki - 01.09.1952, Side 84

Vaki - 01.09.1952, Side 84
hallar sér yfir vögguna þangað til hann finnur að hún stendur í dyrum og horf- ir á hann. Finnst þér hann ekki sætur? Mér finnst hann fallegur. Hvað er hann gamall? Hann er átta mánaða. Vildir þú eiga svona barn? Vildir þú það, segir hún brosandi og gengur að vöggunni. Já, svona fallegt barn. Þau horfa bæði um stund á barnið þangað til hún rýfur þögnina. Ivaffið er tilbúið, komdu niður. Hún hefur lagt á borð fyrir þau niðri í stofunni. Þau drekka kaffið þegjandi og hugsa hvort fyrir sig. Viltu ekki gera svo vel að fara upp, ég kem svo. Hann fer upp og bíður. Eftir stutta stund kemur hún aftur með ávexti og býður honum. Þakka þér, en María, viltu ekki spila fyrir mig á eftir, þegar við erum bú- in með þetta? Helzt ekki. Jú, gerðu það. Þú þarft ekki að hafa svo hátt að barnið vakni. Jæja, kannski. Þau fara inn í herbergið þar sem flygillinn er. Hún kveikir á tveim litlum vegglömpum, er gefa frá sér daufa birtu. Hún sezt við flygilinn og leikur fyrir hann preludiu eftir Debussy, tæra, án ástríðu og hita. Síðan leikur hún annað rómantískara verk, sem hann þekkir ekki, líklega eftir Chopin. Hann hallar sér aftur og lokar augunum og lofar tónunum að flæða um hug- ann. Brjóst hans tekur undir sterka, tilfinningaríka hljóma. Þó er hugurinn ekki fullkomlega á valdi tónanna. Hann undrast leik hennar. Hann undrast hitann og kraftinn, sem býr í þessum ungmeyjarlíkama. Frá höndum hennar streyma þung- ir hljómar, óróleg lína, eins og ástríða ólgi undir, öðru hvoru slær hún ákveðna harða hljóma. Þeir orka á hann eins og köll, hróp út í rökkur stofunnar. Sjálfur verður hann órólegur og hefði sjálfur kosið fleiri preludiur eða jafnvel Bach. Þannig leikur hún áfram. Undir lokin kennir hann sársaukablandins trega í verk- inu. Hann finnur að hún leikur af næmri tilfinningu. Mjúkur, en ákveðinn á- sláttur hennar töfrar fram tregafulla hljóma sem að lokum deyja út. Hún stíg- ur ekki af pedalanum, lofar síðasta hljómnum að deyja, hægt og eins og kvala- fullt. Á eftir þegja þau bæði og horfa fram fyrir sig. Það var ekki þetta, sem hann ætlaðist til. Hann vildi vera laus við ástríður, sársauka og trega. Hann finnur til sömu kennda og þegar dóttir Strætisins söng þunglyndislega og hrjúft: Kveðið á sandi. Umhverfið var líkt, það er að segja birtan. Hér er allt fínt og fágað. Þannig hugsar hann; sjálf slær hún tón og tón, skala, eins og hún ætl- ist til einhvers af honum, að minnsta kosti að hann geri vai't við sig. Þakka þér fyrir; þetta var vel leikið, segir hann um leið og hann stendur upp og gengur til hennar. Hún einblínir fram fyrir sig. Það fer að koma kvöldmatur, ég verð að fara að fara. TlMARITIÐ VAKI 82
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.