Vaki - 01.09.1952, Side 73

Vaki - 01.09.1952, Side 73
Þú hefur rænu á þessu, drulluræfillinn þinn. Hlæja að mér, heiðarlegum sént- ilmann. Ég skal mylja kvarnasteinana í kollinum á þér. Með því að styðja sig við húsgögnin í herberginu fær Mr. Bumbo, öðru nafni Geir Þorfinnsson, risið upp. Rymjandi af reiði gengur hann að legubekknum, og það fer þytur um loftið. Höggið skellui á höfði Gests. Honum finnst sem heilinn þjóti burt. Heilinn þjóti burt, hitt sé eftir. Síðan öngvit. Þá hann rankar við sér, liggur hann á gólfinu með höfuðið á öðrum fæti Sigga, sem enn sefur. Mr. Bumbo er sofnaður í legubekknum og snýr sér upp að vegg. Bakhlutinn er að sjá cins og breiðbylgjótt eyðimerkurlandslag. Gesti er kalt. Hann finnur vindling, kveikir í honum og fer. o o ° Þegar hann vaknar um morguninn er hann með óbragð í munninum en er aðallega þyrstur. Hann þrífur til flöskunnar og teygar staðið vatnið sem væri það ljúffengur kjördrykkur. Hann tæmir flöskuna og fer svo að klæða sig og geng- ur út. f húsinu er enginn vaknaður, því verður enginn var við að hann yfir- gefur það. Hann gengur niður í Hljómskálagarð. Snjóauðn. Hvít breiða, á stöku stað rof- in af nöktum trjám. Hann gengur eftir stígnum, yfir nýfallna mjöllina og mark- ar fyrstu sporin. Aðrir munu koma á eftir honum og troða snjóinn niður. Þann- ig missir mjöllin hreinleika sinn, hún er troðin undir fótum. Nóttin er að baki. Nótt óhugnaðarins, nótt innihaldslausrar skemmtunar, sem þó var engin skemmtun. En hversvegna þá? Það geymir sálin. Sálin geymir svör við svo mörgum spurningum. Spurningum sem aldrei verður svarað til fulls. Ein- hversstaðar langt að innan koma raddir og vísa þessa leið. í skítinn, í sorann. Hann hefur hlustað á óskýr hróp þeirra og hlýtt þeim. Hróp í uppreisn gegn hvers- dagslífinu, deyðunni: Eg vil njóta, drekka, lifa af mætti og krafti. En er þetta rétta leiðin? Hann efast, en finnur ekki aðra lausn. f þessum hugleiðingum geng- ur hann eftir stígnum, þá lýstur allt í einu niður í huga hans minningu: Ég ætl- aði að heimsækja stúlku. Ég var að hugsa um að fara til hennar Maríu. Hefði það verið skemmtilegra ? Kannski hefðu verið hjá henni gestir, sem ég ekkert þekkti. Ekki heimsækja fólk, sem maður þekkir lítið, þegar það eru jól. Nei, það hefði verið leiðinlegt að sitja yfir henni, heimaölnu barninu. Hún hefur aldrei hátt, aðeins brosir og talar falleg og meinlaus orð. En það er stolt og þótti yfir henni. Einhver reisn, er hóf hana yíir hinar stúlkurnar. Hvort það var til að sýnast ekki finna það, að hún var ekki eins falleg og sumar hinna vissi hann ekki. Það var og honum fannst gaman að því. Hún var dálítið fjarlægari fyrir bragð- ið og það hafði meiri merkingu að skiptast á augnatillitum við hana frekar en hinar. Hún tók það alvarlega, líklega aðeins af reynsluleysi. Viðbrögð hennar voru náttúrlegri, ekki eins tilgerðarleg og síður gerð til að vekja á sér eftirtekt. I huga sínum hóf hann ’hana upp yfir hinar skólasystur sínar. Það var sem væri í kringum hana hjúpur af kyrrara lofti. Hreyfingar hennar voru háttvísari og ekki yfir þeim gelgjuleg óró vaknandi kynþroska, heldur þokkafull mýkt hins unga lífs. Honum var fróun að hugleiða hana heldur en hrollvekjandi minningar næturinnar. Hún hafði vakið tilfinningar í brjósti hans, ekki sterkar, engan ofsa eða ljúfsára þrá. Hún var frekar annað skaut, er hann þurfti að vera tengdur. TtMARITIÐ VAKI 71
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.