Vaki - 01.09.1952, Síða 88

Vaki - 01.09.1952, Síða 88
að ei' um, er daglegt viðfangsefni út eitt. námstímabil. Þannig verður námsflokki kleift að fást við samstæða heild innan þess sviðs, sem fjallað er um í hvert skipti. Til dæmis er fengizt við ákveðið stærðfræðilegt viðfangsefni um þriggja vikna skeið, ellegar sögulegt eða bók- menntalegt. Er námstímabilinu lýkur er skipt um námsgreinar. Sérstökum tím- um er varið til endurtekninga og auðga og dýpka þá þekkingu, sem þegar er fengin. 1 efri deild (síðustu tvö árin) bætist við reglan um takmörkun námsgrein- anna. Nemandinn, sem fram til þessa hefur orðið að fást við um f jórtán náms- greinar, velur sér fjórar aðalnámsgrein- ar eftir því sem hugur hans, gáfur og hæfileikar standa til. Hann hefur sam- ráð við kennara sína, en val hans er al- gerlega frjálst. En síðan er einnig kraf- izt alvarlegs náms og árangurs, er sé yfir meðallag. Við þessi 'fjögur fög bætast nokkur auka fög, erlend mál, list, tónlist, trúarbrögð, handiðn, og vitanlega íþróttir. Eftir harða og ó- vægna baráttu við ráðuneytið fékkst loks eftir langa mæðu heimild til að veita stúdentspróf á þennan hátt. Og hefur slíkt stúdentspróf hlotið miklu betri dóma meðal margra háskólakenn- ara en gamla prófið; því það ber þess þegar óbrigðult vitni, hvar gáfur og áhugamál — og því geta — manns liggja í raun og veru. Rangt væri að halda, að þetta nýja kerfi gerði nemandanum „auðveldara" fyrir. Þvert á móti verður ekki lengur fær sú leið, að safna saman rétt þeim einkunnum í fjórtán fögum, er nægja til að komast upp á prófi með próf- kænsku og útsjón. Tilgangur slíkrar endurbótar er að koma meira viti í nám og kennslu. Menn ná valdi á efninu og öðlast veru- lega þekkingu á því, er þeir einbeita náminu og dýpka það og einkum er þeir venjast vinnuaðferð. Til þess að ná þessu marki var komið upp nýtízku bóka- safni, að miklu leyti með hjálp nemend- anna sjálfra. Þar geta nemendur efri deildar unnið undir sjálfsaga og að eig- in vild. Menn kunna að óttast, að slík tak- mörkun geri nemendur að sérfræðingum fyrir tímann. En tii þess að varast þessa hættu, er nám efri deildar bætt upp með heildarkennslu, sem skapar eins konar umgerð utan um námið allt. I efri deild hafa námsflokkar kjörgrein- anna komið í stað bekkjanna. (Það eru því ekki til 'neiriir bekkir í þessari deild.) En heildarkennslan sameinar á nýjan leik alla nemendur og kennara efri deildar. 1 þessari kennslu er unnið að spurningum og vandamálum, sem ekki koma námsgreinunum sjálfum við og spretta upp úr tíma okkar og kröfum hans. Fyrst er eitthvert vandamál rætt í heild sinni, fjalla síðan minni hópar um sérstakar spurningar er rísa upp af því. Að lokum kemur öll deildin saman á ný til að hlusta á niðurstöður hvers um sig. En þær eru settar fram í mynd er- inda, er síðan eru rædd og sameinuð og spunnin saman í skýrslu. Til dæmis um slík viðfangsefni má nefna: Maðurinn og hafið. Maðurinn og tæknin. Undir- staða nútímavísinda. Húmanismi and- spænis náttúruvísindunum. Auk vísindalegrar námsstofnunar, og með henni er Óðinsskógarskólinn að reisa verknáms- eða handíðaskóla, og er það framlag mitt til hans. Þannig á að koma til leiðar að þeir nemendur, sem hneigjast fremur að handiðn, list- rænu starfi eða praktískri virkni hljóti jafnréttháa verkmenntun um leið og þeir njóta styttri, en þó heillegrar kennslu vísindalegs eðlis. TlMARITIÐ VAKI 86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Vaki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.