Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1928, Page 21
19
í *fjórða lagi er þeim kent að þvo þvott, meðferð hans
öll og aðgerð á fötum.
í fimta lagi saumar. Ekki er kent að sauma karlmanna-
föt, það er klæðskeranna verk; en stúlkunum er kent að
sauma sín eigin föt, og föt á börn og unglinga, sem hverju
heimili er nauðsynlegt að geta leyst af hendi.
Þá er kent að spinna og vefa. Þá daga, sem eg dvaldi
þar, var sérstök stund lögð á vefnaðinn, því að sumar
kenslukonurnar voru fjarverandi, svo að kensla í sumum
öðrum námsgreinum féll þá niður. Voru ofnir dúkar og á-
breiður af margvíslegri gerð, sem eg kann ekki deili á.
Allstór matjurtagarður fylgir skólanum og annast nem-
endur hann að öllu. Er garðyrkjan einn verulegur þáttur
kenslunnar, og í sambandi við það er kent að fara með
það, sem í garðinum er ræktað.
Vinnubrögðum er þannig hagað, að skift er um verk
vikulega, t. d. ofið eina viku, hirtar skepnur eina viku o. s.
frv. Skiftast nemendur þannig í flokka, svo að aldrei vinna
aliir að því sama, og er því hægra með eftirlit og tilsögn,
þegar hver kenslukona hefur ekki nema lítinn flokk til um-
sjár í senn. Þó er því svo hagað, að herbergisnautar ræsta
herbergin sinn daginn hver, og þvottar eru teknir eftir því,
sem þeir falla fyrir, en séð svo um, að hver nemandi fái aö
taka þátt í einum stórþvotti. — Alt efni til handavinnu fá
stúlkurnar keypt í skólanum, og eiga sjálfar það, seln þær
vinna. Er þeim sett fyrir, hve miklu þær skulu afkasta yfir
námstímann, og það svo freklega, að fæstar Ijúka því til
fulls, og er þó vel haldið á verkú.Mætti ætla að þetta að-
hald yrði á kostnað vandvirkninnar, en eftir öðrum heirn-
ilisháttum býst eg við, að til hennar séu gerðar háar
kröfur.
Það sem nú hefur verið talið er verklegt nám, en þótt
það sé aðalþátturinn, er þó ekki bókleg fræðsla að öllu
2*