Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1928, Qupperneq 63
1
61
þiljuð, og sum herbergi af neðri hæðum óniáluð. Annars
voru flest herbergin máluð með vatnslitum og reyndist
sú málning mjög illa. Þegar hér var komið, var fé alt til
byggingarinnar þrotið, en húsgögn vantaði skólann ger-
samlega. Hefur húsgögnum hans verið komið upp smám
saman, eftir að hann tók til starfa, og hafa nemendur
smíðað þau að mestu leyti.
Að skólabyggingin tókst svona fljótt og vel þrátt fyrir
mikla erfiðleika, mátti mörgu þakka. Yfirsmiður skólans
og verkstjóri, Einar Jóhannsson, reyndist mjög vel. Var
hann hinn vaskasti maður um stjórnsemi og vinnubrögð,
og mjög flýtti það fyrir, að hann hafði hræruvél við steyp-
una, og þótti sú vél vinna allmyndarlega. Er mjög tvísýnt,
að skólinn hefði komist upp á svo stuttum tíma hjá öðr-
um verkstjóra. — Þeir menn, sem ráðnir voru í því, að
fylgja skólamálinu til þrautar, stóðu fastar saman vegna
móthugs og erfiðleika, en líklega hefði orðið, ef fleira
hefði lagst í hendur. Því til nokkurs stuðnings má t. d.
benda á það, að þó að ungmennafélögin yfirleitt reyndust
skólamálinu vel nú, þegar mest reið á, var þó mest kapp í
umf. Geisla í Aðaldal að duga skólanum þetta sumar, en
hvergi óð andúðin gegn skólamálinu meir uppi en í Aðal-
dal. En lengst mun þess minst, að tuttugu menn urðu til
þess að taka á sig ábyrgð á lánum þeim, er skólinn varð
að taka, til að byggingin kæmist upp, og námu alls 25
þúsundum króna, og tóku þeir enga tryggingu hjá skól-
anum fyrir. Af því að skólinn stendur í ómetanlegri þakk-
arskuld við þessa menn, er svo vel reyndust honum, þegar
mest reið á, skulu hér skráð nöfn þeirra í sögu skólans:
1. Steingrímur Baldvinsson í Nesi í Aðaldal.
2. Ketill Indriðason á Ytrafjalli í Aðaldal.
3. Sigurður Guðmundsson í Fagranesi í Aðaldal.
4. Jónas Snorrason á Þverá í Laxárdal.
5. Helgi Sigtryggsson á Hallbjarnarstöðum í Reykjadal.