Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1928, Page 70

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1928, Page 70
68 bréfi ráðuneytisins eða nokkurri auglýsingu annari. Var nú stjórnarráðið greiðara í svörum en í hið fyrra skiftið, því að reglugerðin var staðfest athugasemdalaust 22. spt., 11 dögum síðar en Arnór haföi frá henni gengið norður á Laugum. Vegna umsvifa þeirra allra, er Arnór hafði vegna skóla- byggingarinnar og skólamálsins yfirleitt sumarið 1924 og veturinn 1924—25, treysti hann sér ekki til þann vetur að halda uppi skóla þeim, er hann hafði haldið á Breiðu- mýri árin á undan. En er til loka sá með bygginguna á Laugum, var í það ráðist að halda námskeið í heimilis- iðnaði þar í nýja húsinu um tveggja mánaða tíma frá 1. febrúar til marsloka. Var svo talið, að þau hjónin Arnór og Helga Kristjánsdóttir stæðu fyrir því, og var það rek- ið á ábyrgð þeirra beggja, en raunar hafði Helga ein for- stöðu þess, því að Arnór var ekki heima, nema fáa daga, meðan það stóð. Var á því námskeiði kent smíði, saumar, og vefnaður. Nemendur voru 28. Gekk námskeiðið vel að því, er við varð ráðið, en 3 nemendur fengu lömunarveiki og einn hættulega botnlangabólgu. Skólinn fékk 800 kr. í húsaleigu fyrir þetta námskeið. — Fyrstu tvær sumar- vikurnar stóð S. Þ. U. fyrir íþróttanámskeiði í skólahús- inu, og var Valdimar Sveinbjörnsson fimleikakennari í Reykjavík kennarinn. Þótti það merkilegast við það nám- skeið, að kent var þar sund í gömlu sundstæði sunnan undir skólahúsinu. Voru menn ekki vanir slíku hér nyrðra á þeim tíma árs, en nú naut heita vatnsins, sem leitt er gegnum skólalnisið og svo hlýindanna inni. — Þessi nám- skeið tvö má a. n. I. telja fyrsta starf Alþýðuskóla Þing- eyinga, þó að enn væri hann ekki formlega stofnaður. Stjórn S. Þ. U. hélt áfram fjársöfnun til skólabygging- arinnar 1925, og gekk sú fjársöfnun betur en árið áður mest vegna þess, að árferði var betra, enda sáu menn þá líka, að Alþýðuskóli Þingeyinga var ekki skýjaborg að- .
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Nemendasambands Laugaskóla
https://timarit.is/publication/871

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.