Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1928, Blaðsíða 126
124
Hrafn Oddsson. Vinir bcggja ieituðu um sættir, en þeim
varð ekkert ágengt. Hvorugur aðili vildi sveigja til. Orö
þau, er Þorgils mælir á einum sættafundinum, lýsa skap-
gerð hans vel. Hann er mintur á frændsemi þeirra Sturlu,
og hann svarar því, að þess vinur vildi hann vera, sem
hann reyndi vináttu af,- og þess frændi, seni hann reyndi
frændsemi af. Hann þykist ekki hafa notið frændsemis af
hendi Sturlu, og finst hann eiga honum ekkert vangoldið.
En þrátt fyrir þá óvináttu sem er á milli þeirra frænda,
treystir Þorgils Sturlu fullkomlega. Þegar hann er varað-
ur við þeim Hrafni og Sturlu, svarar hann því, að eigi
muni Sturla frændi sinn sitja á fjörráðum við sig. En önn-
ur varð reyndin. Þeir Hrafn og Sturla ríða að Þorgilsi, ó-
vörum, taka hann höndum og neyða hann til þess að
sverja aðför að Gissuri með þeim, annars er honum eng-
inn kostur griða. En hér fáum við ef til vill gleggsta mynd
af óbilgirni Þorgils, metnaði og trúlyhdi. Hann þykist
bregðast eiðum sínum við konung sinn, og hann kýs fyrst
fremur dauðann, en að gerast svikari. En það er líka
metnaður hans, sem berst á móti þessum nauðungareið.
Hann vill vera frjáls og þolir ekki að láta nokkurn beygja
sig eða neyða til nokkurs. Það er ekki fyr en eftir Iangar
fortölur vina sinna, að hann gengur að þeim kjörum, sem
honum eru ger til lífs. Síðan fær hann leyfi þeirra Hrafns
og Sturlu, til þess að ríða heim og búa sig þaðan í að-
förina..
En þegar heim kemur, er hann á báðurn. áttum, hvað
gera skal. Hann sér að með því að ríða að Gissuri, svík-
ur hann eiða sína við konung, og metnaður hans mælir
Iíka á móti allri kúgun. En hinsvegar finnur hann, að hann
bregst trausti því, sem Hrafn og Sturla hafa sýnt honum,
með því að leyfa honum að búast að heiman. En þó tek-
ur hann þann kost að hafa nauðungareið þennan að engu,
og ríöur norður til Hóla á fund Heinreks biskups vinar