Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1928, Síða 129
127
þau. Ef til vill hafa þeir séð, að með því að koma landinu
undir konung svíkja þeir þjóðina, en þeir eru svo óheilir
og ósjálfstæðir, að þeir geta hvorugum aðila verið trúir
til fulls. En slíkur maður var ekki Þorgils skarði. Hann
er að vísu eigi glöggskygn á framtíðina, skilur ekki hvert
strauminn ber. En hér, sem í öllu lífi sínu, er hann heill
og óskiftur. Hann er eiðum sinum trúr og rekur erindi
konungs síns svikalaust. Hann er sá eini íslendingur, sem
heldur eiða sína til fulls við konung, og það er ekki vegna
launanna, sem hann má búast við fyrir dygga þjónustu,
heldur vegna þess, að hann telur það drengskap sinn að
efna þá.
En nú er að verða lokið því hlutverki, sem Þorgils hef-
ur leikið. Þorvarður Þórarinsson þóttist eiga rétt til rík-
is í Eyjafirði, en Þorgils vildi ekki laust láta, enda vildu
bændur ekki þjóna Þorvarði. Þetta varð þeim til sundur-
þykkis frændum. Þorgils bauð Þorvarði öll héruð norðan
Vaðlaheiðar, en það vildi Þorvarður eigi þiggja og þótti
sér eigi boðið utan Eyjafjörður, og gátu þeir eigi orðiö
ásáttir um málið. En er Þorvarður sér, að þrotin er öll von
þess, að hann fái Eyjafjörð meðan Þorgils lifir, tekur hann
þann kost, að fara að Þorgilsi frænda sínum, óvörum að
næturlagi, og drepa hann á níðingslegan hátt. Þannig
endar æfi einhvers glæsilegasta höfðingja Sturlungaaldar.
Þegar alt leikur í lyndi og vegur hans er sem mestur, er
honum svift burt úr leiknum.
III.
Þeir sem lesa sögu Þorgils, kynnast þar manni, sem er
miklu fastar steyptur, 'en flestir þeir, sem við sögu koma
á Sturlungaöld. Metnaðargjörnum manni með ríka skaps-.
muni, kappgjörnum og óbilgjörnum. En hann er laus við
alt undirferii og öll svik, sem þá er svo auðkennandi fyrir
menn á þessum tímum. Hann er hreinn og beinn í öllum