Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1928, Page 133
131
og veiti okkur styrk í baráttu þeirri, er hlýtur að bíða
hvers dugandi manns — þann styrk að vita fleiri berjast
undir sama merki.
Svo óska eg og vona, að sem flestir mæti, og að alt
gangi sem best.
Með vinarkveðju.
Þ.J.
11. Antiað bréf.
Kærtt nemendur og félagssystkin.
Forlögin hafa svo viljað vera láta, að eg væri formaður
Sambandsins meðan verið er að undir búa þetta mót og
líklega ineðan það stendur yfir. Þóroddur Guðmundsson,
sem kosinn var formaður Sambandsins, dvelur nú erlend-
is, og eru litlar líkur til, að hann komi heim fyr en mótinu
er löngu lokið. En mér var í öndverðu falið að vera vara-
maður hans.
Þorgeir Jakobsson, sem líka er í stjórninni, hefur nú
þegar skrifað ykkur um mótið. Var það vel farið, því að
raunar ætti það svo að vera, að nemendurnir hefðu þetia
mót sem mest í sinni hendi. Vöxtur Sambandsins á að
vera sem líkastur því, þegar grasið grær. En okkur, sem
eklri erum, hættir alaf til að vilja færa flest í skorður og
mót.
En livað sem því líður öllu, þá verð eg að gera skyldu
mína. Og þá er það fyrst, að áminna ykkur, sem mótið
ætlið að sækja, um það, að tilkynna stjórn Sambandsins
það. Og í annan stað áminni eg þá, sem reifa vilja einhver
mál á mótinu að láta rnig eða aðra í stjórninni vita það,
helst nokkru fyrir mótið. Eins þætti mér vænt um, að ein-
hverjir yrðu til að skrifa mér, hvað þá dreymir um mótið,
9*