Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 43
ÍSLANjD OG ALÞINGISOÁTlÐIN
9
bóginn. Þegar skýrt er frá því,
að innangengt sé í fjósin úr baðstof-
unum, fer að fara um Ameríku-
manninn, er mestu áherzluna legg-
ur á þrifnað og holl húsakynni. Og
þegar því svo að lokum er haldið
fram, að heiti landsins og fjarðarins
samnefnda sé ekki dregið af “ís”—
líklega til þess að draga úr hroll-
kulda nafnsins — heldur sé það
dregið af lieiti fiskjarins alkunna
“ísunnar,’’ og nafngjöf þessi eign-
uð Fióka Vilgerðarsyni, fer mörg-
um að þykja sem eigi þurfi þeir
framar vitnanna við, og fullsönnuð
sé frændsemi íslendinga við mann-
flokka þá, er nú byggja norðurhjara
jarðar. Stórþjóðirnar kunna að
liafa gaman af að skoða þessav
“helgu leyfar,’’ en sennilega munu
þær þó krefjast einhvers meira,
einhverra annara einkenna, er eign-
uð eru liðtækni og manndómi nú
á dögum, áður en þær fást til þess
að Iyfta þeim upp, til jafns við sig.
Eitt meðal þeirra verka er Heim-
fararnefndin setti sér í öndverðu að
gera var, að nota tímamót þessi,
til þess að kynna íslenzku þjóðina
þjóðum þessarar álfu, á þann hátt
er helzt mætti verða henni að not-
um í framtíðinni. Hugsaði nefndin
sér að fá teknar saman ritgerðir
er lvstu þjóðinni og starfi liennar,
frá ýmsum hliðum allt frá land-
námstíð, og láta þær síðan birtast
í helztu tímaritum álfunnar. Meö
því voru tryggðir lesendur að þeim
nr flokki þeirra manna er helztir
standa að málum í þjóðfélögunum
háðum, og vissa fengin fyrir því að
þær kæmu að einhverjum notum.
Síðan var svo ætlast til að þeim
yrði safnað saman og síðan gefnar
út í sérstöku riti. Ritgerðirnar vildi
nefndin hafa þannig að þær rektu
sögu þeirra áhrifa er bókaiðn og
fræðimennska íslendinga á fyrri og
síðari öldum hefðu haft á bók-
menntir og skoðanalíf vestrænna
þjóða, og segðu þó jafnframt sögu
þjóðarinnar frá öndverðu í nokk-
urnvegin samhengi, svo að lesand-
inn kyntist hvorutveggju. Vissi hún
að meö þessu færðist hún allmikið
verk í fang, en treysti því þó jafn-
framt að sér myndi verða vel til,
ef hún leitaði sér aðstoðar fróðra
manna um þessi efni, og liefir það
traust ekki brugðist, sem Tímaritið
ber vitni um að þessu sinni. Byrj-
aði liún svo á þessu verki haustið
1928. Efni ritgjörðanna hafði hún
hugsað sér eitthvað á þessa leið: að
fyrst skyldi skýrt frá ætt og upp-
runa þjóðarinnar og þeim arfi er
hún tók við og svo frá verkum ís-
lendinga frá því að landið byggðist
og fram á þenna dag. Ritgerðirnar
urðu fjórtán talsins og komu í þess-
ari röð:
1. Víkingaöldin; gerð grein fyr-
ir ætt og uppruna norrænna þjóða
og menningu þeirra er þær fyrst
koma fram á sjónarsvið sögunnar.
2. Landafundir og sjómennska.
3. Landnám.
4. íslenzka lýðveldið og Alþingi.
5. Andi íslenzkra laga.
6. Lífsskoðanir; hversu þær
hafa varðveizt og haft áhrif á trúar-
og þjóðfélagsskoðanir síðari alda.
7. Sagnaritun.
8. Áhrif á sagnaritun annara
þjóða.
9. Siðaskiftin.