Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 121
SIÐ.SKIPTIN Á ISLANDI
87
ið’ og þar við aukast og eflast.” Að
Ögmundur biskup gefur Gissuri slík
meðmæli og að hann yfir höfuð
styður kosningu hans, þar sem hon-
um hlýtur að hafa verið kunnugt
um samúð hans með hinum nýja
sið, sem Ögmundi var svo and-
stæðilegur, kann að koma mönnum
undarlega fyrir sjónir. En hér er
þess að gæta, að Ögmundi biskupi
hlaut að vera það ljóst, að ekki
var til nokkurs að tefla fram sem
biskupsefni neinum, sem í trúar-
skoðun var í andstöðu við konung.
því að vitanlega myndi konungur
grenslast eftir því, hver væri af-
staða biskupsefnis til hinnar ev-
angelisku kenningar. Og í annan
stað má gera ráð fyrir því, að kenn-
ingin hafi ekki verið það megin-
atriði, sem biskup skifti mestu, held-
ur völdin innan biskupsdæmisins,
að þau gengju ekki úr greipum
biskups, hvað sem kenningunni
liöi. En jafnframt hefir Ögmund-
ur biskup gert sér vonir um, að
Gissur myndi reynast sér eftirláts-
samari en einhver vandalaus við
afhendingu staðar og stólseigna,
þar sem hann var í þakkarskuld við
biskup fyrir þegnar velgjörðir í upp-
vexti sínum.
Gissur biskupsefni fór utan sum-
arið og dvaldist ytra til næsta vors,
sumpart í Hamborg, en sumpart í
Kaupmannahöfn. í mars næsta ár
(1540) var hann skipaður af kon-
ungi “superattendent” Skálholts-
biskupsdæmis, eftir að hann hafði
verið prófaður af kennurum há-
skólans og fundinn hæfur. Sem við
mátti búast var Gissuri í veitingar-
bréfinu falið að vaka yfir því, að
“heilagt evangelíum, klárt guðs orð,
verði hreint og skært prédikað og
kent almenningsfólki í Skálholts-
biskupsdæmi.eftir því er vor kirkju-
orða hljóðar, en vér þar um úrskurð-
að höfum.’’ En þótt Gissur væri
nú skipaður biskup var honum ekki
að þessu sinni veitt biskupsvígsla,
sem kann að hafa staðið í sambandi
við, að stjórnendurnir hafa viljð
gefa honum tækifæri til að sýna
áður hvort hann jafn ungur maður
væri fær um að takast slíka stöðu
á hendur og jafnframt að fá hinn
nýja sið lögtekinn samkvæmt kirk-
juskipuninni eins og konungur vildi.
Þegar Gissur kom til Kaupmanna-
hafnar var Oddur Gottskálksson
vinur hans þar fyrir. Hann hafði
liorfið burt úr Skálholti eftir fjögra
ára dvöl þar í þjónustu biskups og
reist bú að Reykjum í Ölvesi. Þar
hafði Oddur haldið áfram verki því,
sem hann, eins og fyr segir, hafði
byrjað á í Skálholti, þýðingu Nýja
Testamentisins á íslenska tungu.
En sennilega var þýðingin ekki full-
ger fyr en haustið 1539, og hefir
hann þá lagt síðustu hönd á verkið
í Kaupmannahöfn, því að þar dvaldi
Oddur árin 1538-40. En vorið 1540
var prentun hennar lokið í Hróars-
keldu. Til grundvallar þýðing sinni
mun Oddur hafa lagt liina þýsku
þýðingu Lúters og hina latnesku
þýðingu Erasmusar frá Rotterdam,
og er hún í flestum greinum liið
merkilegasta verk. Má í því sjá
fingur forsjónarinnar, að kirkja ís-
lands eignast sama vorið fyi'sta
evangeliska biskupinnn og fyrstu
íslensku þýðingu Nýja testamentis-
ins. .