Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 76
42
TlMARIT ÞJC'ÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
Pengið hef ég bréf
frá þér af vegum
hinna náköldu
norðanvinda.
Fylgdi því sem þeim
þurt og hreint veður.
“Þurt og hreint veður”—og heldur
kalt er í dómum Hávamála um
mennina:
Lítilla sanda,
lítilla sæva,
lítil eru geð gunia. (53)
Það er ekki stórstreymt í manns-
sálunum. Þeir eru smásálir. Eigin-
girnin býr undir, jafnvel þar sem
annað sýnist. “Ey sér til gildis
gjöf” (145, sbr. 39), og höfundur-
inn brosir í kampinn, er hann seg-
ir: .
Hér ok hvar
myndi mér heim of boðit,
ef þyrptak at málungi mat,
eða tvau lær hengi
at hins trygga vinar
þars ek hafða eitt etit. (67)
því er bætt í sjálfstæðum þætti, er
byrjar með hinu alkunna erindi:
Meyjar orðum
skyli mangi trúa
né því er kveðr kona,
-þvíat á hverfandi hvéli
váru þeim hjörtu sköpuð,
brigð í brjóst um lagið. (84)
“Á liverfandi hveli’’ mun vera hugs-
að eins og er vér segjum nú “á hjól-
uin,’’ “allur á hjólum” eða “alltaf á
hjólum” um þann, sem er aldrei kyr,
eða óstöðugur í rásinni. Hjörtu
kvenna voru þannig gerð, að þau
eru “alltaf á hjólum.” En höfundur-
inn tekur það fram, að karlmenn-
irnir séu engu betri sjálfir:
Bert ek nú mæli
þvíat ek bæði veit:
brigðr er karla hugr konum,
þá vér fegrst mælum,
er vér flást hyggjum,
þat tælir horska hugi. (91)
Og hann varar við því, að lá öðrum
í ástamálum:
Hann kímir líka, er hann hugsar til
þess, að “mikið er skraddarans
pund:”
Váðir mínar
gaf ek velli at
tveim trémönm.m;
rekkar þat þóttusk,
er þeir ript höfðu;
neiss er nökkviðr halr. (49)
Fyrsta kvæðið í Hávamálum
minnist ekkert á konur né ástir. Úr
Ástar firna
skyli engi maðr
annan aldregi;
opt fá á horskan,
er á heimskan né fá,
lostfagrir litir. (93)
Og:
heimska ór horskum
gerir liölða sonu
sá hinn mátki munr. (94)
Hin kalda, rólega skynsemi verður