Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 66
32
TIMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ISLKNDINGA
að ala ómaga vissan tíma að tiltölu
við fjáreign sína, og ala hann jafn
vel sem hjú sín. Umhyggjan fyrir
velferð ómaganna kemur einnig
ljóslega fram í því að berum orðum
var bannað að selja ómaga hrepps-
ins í skuldaþrældóm, og var skulda-
þrældómur þó leyfður að lögum í
ýmsum öðrum tilfellum. En hlut-
verk hreppsins var eigi einskorðað
við það eitt að veita mönnum, sem
ekki gátu séð fyrir sér sjálfir, fram-
færslu. Mönnum var það ijóst að
vörn er þetri en lækning, og því
var annað aðalhlutverk hreppsins
að varna því, að menn yrðu óhæfir
tii að sjá fyrir sér sjálfir, með því
að styrkja fátæka heimilisfeður í
hreppnum til að halda heimili sínu
saman. Þeir sem efnaðir voru áttu
að greiða ýms gjöld til hreppsins og
var fé því, er þannig kom inn, varið
til þess að styrkja hina, sem fátæk-
ari voru. Á sömu hugsun er það
byggt, að hreppurinn var gagn-
kvæm vátryggingarstófnun fyrir
hreppsmenn, er tryggði hús þeirra
gegn eldsvoða og nautpening þeirra
gegn falli úr sótt. Átti að bæta hálft
tjónið er menn urðu fyrir af þessum
sökum. Hinn helmingmn varð eig-
andi sjálfur að bera. Bæta skyldi
nautpening því aðeins að eigand-
inn misti einn fjórða af gripum sín-
um. Bótunum var jafnað niður á
aðra bændur í hreppnum eftir fjár-
eign þeirra, þó svo að enginn var
skyldur að greiða meira í bætur á
einu ári en nam 1 prósent af eigum
lians öllum. Yrði tjónið eitthvert
ár meira en svo, að það yrði bætt
samkvæmt reglum, skyldi skerða
bæturnar hlutfallslega fyi’ir öllum,
er tjón höfðu beðið. Sami maður
átti eigi rétt á bótum optar en þrisv-
ar. Af ákvæðum þessum sjáum fér
að íslendingar á 12. öld kunnu að
beita sömu meginreglunum og vá-
tryggingarréttur nýrri tíma löngu
seinna var bygður á. Þessar vá-
tryggingar sköpuðu þeir sjálfir án
nokkurra áhrifa frá öðrum þjóð-
um, og sama er að segja um skipu-
lag það er þeir komu á fátækra-
framfærsluna hjá sér. Sú skoðun
liefir að vísu verið sett fram að regl-
urnar um fátækraframfærsluna
eiga rót sína að rekja til mannúð-
arhugsjóna kristninnar, og séu því
eigi komnar upp fyr en landið var
orðið kristnað. Það kann að vera,
og er enda eigi ólíklegt, að mann-
úðarliugsjónir kristninnar liafi eflt
þroska þessa réttaratriðis, en hitt
er jafnframt víst að hreppaskipting-
in var komin á þegar í heiðni svo að
rætur þessa máls er þangað að
rekja. Um alt skipulag þessara
mála voru Íslendingar langt á und-
an sínum tíma, og hversu lífvæn-
legar þessar nýjungar þeirra voru
sést af því, að þrátt fyrir allar þær
breytingar sem orðið hafa á þjóð-
arliögum á íslandi síðan á lýðveldis-
tímunum þá lielst hreppaskiptingin
enn óbreytt. Og hreppurinn hefir
enn sitt gamla hlutverk, fátækra-
framfærsluna, með höndum jafn-
framt því sem honum hafa bæst
mörg ný hlutverk.
Félagsandi hins forngermanska
réttar kemur einnig í ljós í öðru at-
riði, sem miklum þroska hefir náð í
lögum lýðveldisins. Það er hin fél-
agslega (social) þýðing grenndarinn
ar (neighbourhood). Nágrannarnir