Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 125
SIÐSKIPTIN Á ISLANDI
91
urinn hefir gert það eftir beinni
skipun stjómarvaldanna í Dan-
mörku. En þótt lítill efi sé á því,
að eitthvað sé litað í frásögunni um
það, er gerðist á Hjalla, verður því
aldrei neitað, að þar hefir verið í
frammi haft meira mannúðarleysi
við örvasa og sjónlaust gamalmenni,
en að nokkur tök séu á að verja
það. Hve mikið sem Ögmundur
kann að hafa til sakar unnið, verður
meðferðin á honum við þetta tæki-
færi iangsamiega dökkasti blettur-
inn í siðaskiptasögu vorri. Var
lialdið með hann suður yfir heiði og
út á annað skip höfuðsmanns. Um
meðferðina á Ögmundi eftir að hann
var kominn út á skip, hermir sagan
ekkert misjafnt, annað en það, að
hann hafi hvað eftir annað verið
gintur til að láta fé af hendi sér til
lausnar, en öll loforð brigðuð eftir á.
Með handtöku Ögmundar var
ekki lokið nema öðru aðalerindi
Hvitfelds út hingað. Hitt aðaler-
indið var að fá kirkjuskipun Krist-
jáns III. lögtekna á Alþingi. Þess
vegna reið höfuðsmaður nú upp á
Þingvöll, er Alþingi skyldi koma
saman. Lét hann menn þar vinna
konungi hollustueiða og lögtaka
kirkjuskipunina fyrir Skálholts-
biskupsdæmi. Er samþykt klerk-
dómsins um það mál undirrituð 28.
júní 1541, af 26 kennimönnum
biskupsdæmisins. Þar játa þeir
því, að þeir vilji “meðtaka herra
konungsins ordinationem eftir því
guð gefur oss sína náð og vor for-
maður (þ. e. biskupinn) verður oss
tilsegjandis að höldnum öllum
kennimannlegum fríheitum.’’ Jafn-
framt hétu þeir Gissuri hlýðni og
hollustu sem réttum Skálholts-
biskupi.
Ekki hafði Jón Arason komið til
Alþingis þetta sumar. Hafði hisk-
up þó ætlað sér það og verið kom-
inn langt áleiðis suður. En er hann
í Kalmanstungu frétti, hvernig kom-
ið væri fyrir Ögmundi biskupi, hvarf
hann heim aftur við svo búið. Þó
sendi hann höfuðsmanni afsökunar-
bréf, þar sem hann tjáði forföll sín.
Segir biskup þar, að móti þeirri
kirkjuskipun, sem konungur vilji
hér í lög leiða, um kristnihald og
kennimannsstétt, muni hann ekki
mæla, ef almenn guðs kristni, og
þó einkanlega kórsbræður í Niðar-
ósi séu henni samþykkir. Var því
engin gangskör gerð að því á þingi
í þetta sinn, að fá kirkjuskipunina
lögtekna fyrir Hóla-biskupsdæmi.
í öndverðum júlímánuði hélt Hvit-
feldt höfuðsmaður heim á leið á
skipum sínum, og hafði Ögmund
biskup með sér. Sú sögn, að Ög-
mundur hafi verið settur í Sóreyjar-
klaustur í Danmörku og lifað þar
eitt ár í góðu yfirlæti, verður að
álítast ósönn. Þykir nú sannað,
að hinn aldraði og ellihrumi biskup
hafi andast á útleið í hafi, 13. júlí
1541. En ekki er ósennilegt, að lík
hans hafi verið flutt til Danmerkur
og þar fengið leg í Sóreyjarkirkju,
eins og sögusögnin hermir.
Sama dag og kirkjuskipunin var
leidd í lög, hafði Gissur biskup lýst
yfir því á Alþingþað ekki væri neins
biskupslegs embættis af sér að
vænta, sem kirkjuskipunin leyfði
ekki. Átti hann þar m. a. við ferm.
inguna, sem var eitt af aðalem-
bættisverkum biskupa í katólskum