Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 97
SAGNARITUN ÍSIvENDINGA
63
ins voru bæði geysileg og flókin,
og mundu fáir nútímamenn treysta
sér til þess að læra þau orðrétt frá
upphafi til enda, svo að þeir gætu
lesið þau upp úr sér og jafnan
skoriö úr hverjum ágreiningi. En
fornmönnum virðist ekki hafa orðið
skotaskuld úr því, enda er þess
aldrei getið, að lögsögumaður hafi
ekki vitað rétt lög eða gefið rang-
an úrskurð, þótt hinsvegar sé stund-
um tekið fram í sögum, að fáir
mundu vita, að þetta eða hitt væri
lög. Eigi er heldur getið þess, að
sérstök vandkvæði hafi verið á því
að fá menn í lögsögumannsembætt-
ið, innan hinnar fámennu höfðingja-
stéttar, þó að menn hinsvegar
virðist hafa sózt eftir því að hafa
sama lögsögumann sem lengst í
embætti og endurkysu sama mann
hvað eftir annað að loknu kjörtíma-
bili, er var 3 ár. En þetta fyrir-
komulag hélzt nærfelt 2 aldir, áður
en lögin væri skráð, og voru á því
tímabili 18 lögsögumenn. Að þessu
athuguðu vekur það síður furðu,
bótt menn gætu lært mikið af
sagnafróðleik í óbundnu og bundnu
máli, geymt í minni sér og selt í
hendur næstu kynslóðar.
Það var margt, er stuölaði að því,
áð sögurnar geymdust. Þær varð-
Veittust að jafnaði bezt í því héraði,
sem söguhetjan átti heima í og meg-
inþorri sögunnar gerðist, meðal af-
komenda hans og ættmanna. Á
œtt sinni urðu höfðingjar að hafa
fullar reiður, landnámi liennar og
veldi. Á þá féll ljóminn af afreks-
verkum feðranna, þeirra var að
gæta þess, að þau féllu ekki í gleym-
eku. í sveitinni þekktu menn
hvert örnefni. Þekking á staðhætt-
um studdi frásögn um atburðina.
Landnámsmenn komu að víðáttu-
miklu landi, þar sem hvergi var
nafn á neinu; fjöll og ár, skógar,
melar, mýrar biðu þess, að þeim
væri gefið nafn. Atvikin til sumra
nafngiftanna varðveittust með
nöfnunum; voru oft stórtíðindi við
þau bundin, og studdu þá örnefnin
söguna. Nafnið Orrostuhváll hefur
minnt á bardagann, sem þar var
háður, og um leið minntust menn
nafnanna á þeim, sem þar börðust,
þangað til höfundur Egilssögu færði
atburðinn í letur. Jafnvel smáat-
vik, sem engin tíðindi voru,
geymdust með örnefnum. Ari fróði
segir svo frá örnefnum nálægt Þing-
völlum: “En þeir (þ. e. Ketilbjörn
landnámsmaður og menn lians)
gerðu sér skála, þar er þeir höfðu
náttból, ok köluðu þar at Skála-
brekku. En er þeir váru þaðan
skamt farnir, þá kvámu þeir á árís
ok hjuggu á vök ok felldu í öxi sína,
ok kölluðu hana af því Öxará. Þeirri
á var síðan veitt í Almannagjá ok
fellur nú eftir Þingvelli. Þá fóru
þeir þar til er þeir kvámu undir
Reyðarmúla. Þar urðu eftir þeim
reyðar þær, er þeir höfðu með sér,
ok kölluðu af því Reyðarmúla.”
Hér hafa örnefnin verið dregin af
hversdagslegum atburðum, og at-
vikin þó geymzt; en öll þessi nöfn
eru til enn í dag, og enn má sjá
merki þess, hvar Öxará hefur áður
runnið fram hjá Þingvöllum. Grip-
ir hafa oft haft sína sögu. Þeir
geymdu sönnum fyrir utanför kapp.
ans, þjónustu hans í konungsgarði
og fylgd við konung, er hann þá