Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 173
ÍSLENZKAR BÖKMENTIR EPTIR SIÐSKIPTIN
139
að mörgu leyti nýjar: hann yrkir
löng líkingakvæði eins og “ísland”,
þar sem ættjörðin kemur fram í
líki aldraðrar konu og telur raunir
sínar; kvæðið “Tvídægra’’ er í stíl
hinna líkingafullu landalýsinga
(Swift, Holberg), sem kasta háð-
Ijósi á samtímann.
Eggert metur mál meira en rím
— hann yrkir sjaldan dýrt. En
þó er málið og meðferð þess ekki
miklu betri hjá honum en tíðkast
hjá öðrum skáldum á þeim tíma.
Eggert er iíka meiri hugsjónamaður
en skáld. Enda telur hann skáld-
skapinn ekki vera annað en efstu
tröppu mælskulistarinnar: tilgang-
urinn er að hræra lijörtu manna til
þess, sem er nytsamlegt og gott.
Kvæði hans eru hvatningakvæði og
mörg þeirra snerta ýmist siðgæði
eða verkleg efni, (t. d. íslendingar
þurfa að læra verzlun,ágæti sveita-
lífsins). í slíkum skáldskap og
þessum getur verið andríki (esprit),
en ekki andagift, hann getur verið
smekklegur, en fegurðin er hér
þerna nytseminnar.
í kvæðum Eggerts ber mikið á á-
hrifum frá fornöldinni, bæði forn-
norrænni og grísk-rómverskri.
Hann getur verið fornyrtur og
myrkur í máli, en hins vegar úir og
grúir af tilvitnunum í latneska höf-
unda. Af goðanöfnum má ekki á
milli sjá, hvort tíðari eru norræn
eða latnesk. Þegar svo ber undir
setur hann norræn nöfn í stað
grískra, og er þetta býsna vélræn
aðferð, en ekki ótíð erlendis um
þessar mundir. Öll þessi fornfræða.
stefna er æði fróðleikskend, tilvitn-
anirnar stinga í stúf við hitt efnið.
Ef þessi kveðskapur kemur frá
hjartanu, þá hefur hann þó farið í
gegnum heilann áður en hann
komst á pappírinn. Hann er ekki
samræm heild.
í kvæðum Eggerts ber meira á lýs-
ingum á fegurð náttúrunnar en
tíðkaðist áður. Hafa lerlendar
bókmenntir haft áhrif á hann í því
efni. Þessar náttúrulýsingar eru
ólíkar náttúruinnblæstri hins róm-
antiska tíma. Hann dýrkar eink-
um hina nytsamlegu fegurð, gróð-
ursælt, búsældarlegt land, blóm og
fuglasöng. Af þessu og kenning-
um fýsiókratanna er ofið kvæðið
Búnaðarbálkur, einhver mesta lof-
gerð um íslenzkt sveitalíf, sem til
er.
Athyglisverðar eru einstöku lýs-
ingar Eggerts á fegurð auðnanna,
sem sýna rnikla dirfsku á þeirn
tírna, þegar menn voru ennþá svo
mjög á yaldi náttúruaflanna. Svo
er um siglingakvæði hans, þar sem
hann heldur áfram fomíslenzkri
kvæðagerð. Á einurn stað lofar
hann ísland fyrir að hafa látið
Heklu lýsa sér langt út á sjó.
Ást Eggerts á ættjörðinni er fölsk-
valaus, og sum ættjarðarkvæði hans
eru hið fegursta og hreinasta, sem
hann hefur ort:
ísland ögrurn skorið,
ég vil nefna þig,
sem á brjóstum borið
og blessað hefur mig,
fyrir skikkun skaparans,
vertu blessað, blessi þig
blessað nafnið hans.
Við Hrappseyjarprentsmiðju er
riðið skáldiö Jón Þorláksson. Er