Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Page 185
ÍSLENZKAR BÓKMENTIR EPTIR SIÐSKIPTIN
1S1
lausar og missa aldrei marks. Skáld-
sltapur hans er mjög auðugur af
myndum og líkingum. Honum er
eiginlegt að lýsa hugmyndum sín-
um með efniskendum hlutum — fær
skáldskapur hans þannig sérkenni-
legan, áþreifanlegan blæ, læsir sig
inn í lesandann og verður honum
minnistæður.
Ljóðskáld þau, sem koma á eftir
þeim Bjarna og Jónasi, halda áfram
þá braut, sem þeir ruddu í öndverðu.
En þau hafa hvert sinn svip og birt-
ast hjá þeim ýmsir fleiri þættir af
íslenzku skapferli. Skulu nú nefnd
hin merkustu þeirra.
Næstur Jónasi í tíma er Grímur
Thomsen (1820-1896); á hann
nokkur kvæði í Fjölni. Hann nam
í Kaupmannahöfn fagurfræði, var
langa stund í utanríkisráðuneyti
Dana, en að síðustu bóndi á Bessa-
stöðum. Hann ritaði töluvert um
evrópiskar bókmentir, aðalritin eru
um nýfranskan skáldskap og Byron
lávarð. Fékk hann doktorsnafn-
bót fyiúr hið síðara. Ennfremur
ritaði Grímur um Bjarna Thoraren-
sen og um einkenni íslenzkra bók-
menta. Má vera, að sumt af því
hafi haft áhrif á Norðurlandabók-
mentir.
Kvæði orti hann snemma, en þó
meir, að því er virðist, er á ævi hans
leið, og hann var kominn heim til
íslands, en ekki komu út nema ein-
stöku kvæði þangað til 1880, að
hann gaf út lítið safn af ljóðum
sínum, en síðan komu tvö söfn og
sagnljóðabálkur (er hann kallar
ranglega rímur).
Kvæði hans einkennir þróttur og
karlmenska. Hann er karlmaður
í gegn. Kvæði hans eru fæst mjúkv
hvorki í máli né kveðandi. Fá Is-
lenzk skáld hafa verið öllu sneiddari
hagmælsku. Formgallarnir eru
auðsæir og snerta oft undirstöðu-
atriði Ijóðagerðar. En lesandinu
fyrirgefur honum þetta allt, bæði
vegna efnisins og eins hins þrótt-
mikla máls. Kvæði hans líkjast
listaverkum meitluðum úr graníL
Hann er kjarnyrtur svo, að orð hans
verða að spakmælum. ímyndunar-
afl hans getur skapað glæsilegap
myndir. Hann á til viökvæmni,
eins og öll karlmenni, en hún kem-
ur varla fram nema í kvæðum um
hunda og hesta, sem hann hafði
miklar mætur á. Ytra borðið á
kvæðum hans er vanalega kalt, en
eldurinn býr undir, eldur skaps og
vits. Og á hinum mikilúðlegu
kvæðum hans má sjá, að skapið
hefir verið mikið, en því voru
rammar skorður settar.
Efni í mörg kvæði sín hefur Grím-
ur sótt í söguna, ekki sízt í íslenzk-
ar sögur, bæði fornar og nýjar^
Hann yrkir jafn vel um efni úr þjóð-
sögum síðari tíma og úr íslendinga-
sögum. Hann hefur gaman af al-
þýðumönnum og starfi þeirra, og
hann tekur opt upp einkennileg or3
úr alþýðumáli. Honum er eðlilegt
að lýsa hugtökum og hugsæum
hlutum með öðrum áþreifanlegum,
og minnir í því á Bólu-Hjálmar.
Grímur Thomsen, sem fór víð-
ast allra íselnzkra skálda á sinni
tíð og var mestur veraldarmaður, er
í kvæðum sínum íslenzkastur þeirra
allra. Ef nokkurn þeiiTa ætti að
kenna við klassicisma þá er það
hann. Sá klasicismi nær bæði til