Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Page 188
154
TlMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ÍSLENDINGA
ingur, sem hugsar um það eitt, að
vinna sem minnst, en fá sem mestan
mat, Bjarni á Leiti, sem er fullur af
ýkjusagnarómantík. Þessar per-
sónur breytast ekkert með tíman-
um, á skapferli þeirra er engin þró-
un, og er þetta líkt því, sem var í
skapgerðar-gamanleikjum f y r r i
alda.
f sögunum kemur vel fram hin
mikla kýmnigáfa Jóns, fjöldinn all-
ur af persónunum er rammkómísk-
ur. Og víða setur hann andstæð.
ur saman, og er það gott og gamalt
bragð kýmniskálda. Þátt fyrir það,
að Jón segir meðal annars frá svik-
urum, hræsnurum, kjaptakindum og
bréfafölsurum, þá er liann ekki
beizkur í skoðun sinni á mönnum.
Hann er enginn Thackeray.
Af skáldum á síðari hluta þessa
tímabils vil ég hér nefna fjóra: Pál
Ólafsson, Steingrím Thorsteinsson,
Matthías Jochumsson og Kristján
Jónsson. Pál ólafsson (1827—
1905) má telja meðal alþýðuskáld-
anna, hann yrkir bezt með rímna-
háttum. En hann yrkir ekki rím-
ur, heldur lausavísur og stutt
kvæði. Hann er meðal hinna beztu
kýmniskálda aldarinnar, og er gam-
anið sfcundum nokkuð grátt; hann
getur þjappað svo miklu efni, sem
honum þóknast, í fjórar braglínur.
Kristján Jónsson (1842—1869) er
yngstur þessara skálda og naut
hans skamt við. Hann var ógæfu-
maður og bera mörg kvæði hans
vott um bölsýni. En víða má sjá
þess merki, að hann hefir verið
iistamaður að eðli og lýriskur.
Steingrím Thorsteinsson (1831
—1913) má telja meðal hinna vin-
sælustu ljóðskálda á sinni tíð og
eru kvæði hans mjög mikið sungin.
Hann var kennari við Lærðaskól-
ann f Reykjavík og síðast rektor;
var hann vel menntaður maður og
stórum víðlesinn. Hann hefir þýtt
mörg erlend rit á íslenzku, svo sem
1001 nótt, Lear konung, fornind-
verskar sögur, æfintýri H. C. An-
dersens og mikið af ljóðum, þar á
meðal kvæði eftir Byron, og margt
fleira. 1877 gaf hann út með Miatt-
híasi Jochumssyni ljóðabókina
“Svanhvít,” sem í voru aðeins þýð-
ingar, og var mörgum kærkomin.
Steingrím má telja meðal hinna
beztu þýðenda á íslenzka tungu.
Frumkveðin ljóð hans náðu fljótt
mikilli hylli meðal alþýðu. Þau
eru hrein-rómantísk, og minna helzt
á þýzkan ljóöskáldskap, en eru lítt
frumleg. Béztar eru háðvísur hans
og spakmæli. Fer þar saman mýkt
í formi og skerpa í hugsun.
Félagi Steingríms í útgáfu Svan.
hvítar var Matthías Jochumsson.
Varla er hægt að lýsa honum betur
með öðru en latneska orðinu vates.
Plann er innblásið skáid. Meðan
hann getur komið við andagift sinni
og hugmynda-auði, er hann ósigr-
andi, en þegar á hyggindi og srnekk
reynir, fer allt út um þúfur, því
að smekkur hans er ófullkominn.
Og þar sem menn eru ekki vanir
að vera innblásnir alla æfi í senn,
eru verk hans misjöfn að gæðum
— jafnvel eitt smákvæði er tíðast
ekki jafngott allt.
Æfi hans var fjölbreytileg. Hann
er fæddur 1835 og stundaði sveita-
vinnu, sjómennsku og verzlun á
yngri árum. 24 ára settist hann í