Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Blaðsíða 191
ÍSLENZKAR BÖKMENTIR EPTIR SIÐSKIPTIN
157
velja er fullkomin, endurbætur hans
jafnan til bóta, og hann kann þá list,
að gera allt þetta dreifða efni að
einni samræmri heild.
Jón hefir marga góða sögumenn,
og sumir eru jafnvel snillingar.
Einna beztur er séra Skúli Gríslason,
enda mun láta nærri að Jón hafi
notað hverja smágrein frá honum.
En um stíl þjóðsagnanna yfirleitt
má segja, að hann er klassiskur,
rólegur, þróttmikill, einfaldur og al-
þýðlegur. Hann stendur nær þjóð-
inni en algengt var um þjóðsagna-
útgáfur á þeirri tíð. Og hann er
á hinn bóginn fjarri því að vera al-
múgalegur.
Er til efnisins kemur, kennir
margra grasa. Hér eru sögur um
álfa og hafbúa, tröll og afturgöng-
ur, galdra og leyndardóma náttúr-
unnar, guð og djöfulinn, útilegu-
mannasögur, æfintýri og kýmni-
sögur. Margt er hér, sem á sér
hliðstæður í þjóðsögum annara
þjóða, en allt ber þó svip landsins
og þjóðarinnar. Það er sem vér
finnum yndisleik vors og sumars í
álfasögunum, en skammdegismyrk-
ur og ofviðri í draugasögum. Oss
kemur ekki á óvart að hamrar og
gijúfur séu bústaðir tröllanna — vér
höfum fyrir löngu séð þar stein-
gerð andlit. Og að bak við fjöllin.
inni í öræfunum, séu grasi grónir
dalir, þar sem útilegumenn hafa
byggðir sínar — það getur ekki
öðruvísi verið.
íslenzkar þjóðsögur eru draumar
íslenzku þjóðarinnar. Þar birtast
óskir hennar og vonir, en líka
hræðsla hennar við hin myrku öfl
tilverunnar. ímyndunaraflið fær
að leika sér, án þess skynsemin sé
alltaf á verði. Leynd hugarstarf-
semi og duldar tilfinningar fá þar
að njóta sín —þess vegna geta þjóð-
sögurnar sagt vitrum spyrjanda frá
hinum leyndustu hræringum í
þjóðarsálinni.
Og sé litið á þjóðsögurnar frá sjón-
armiði skáldskapar er gildi þeirra
jafn mikið. Meðal þeirra er margt
sagna, sem geyma glæsilegan skáld-
skap. Ýmist er hann mildur og
þýður, stundum hrikalegur og
grimmilegur, tignarlegur eða gróf-
ur, en jafnan átakanlegur í allri
einfeldni sinni. Rómantíska stefn-
an fór ekki vilt, þegar hún lagði
ást við alþýðleg fræði, gerði þau
að yrkisefnum og tók að rannsaka
þau vísindalega. Hún hafði fund-
ið fjársjóð. Og hún á heiðurinn
af að hafa dregið hann fram í dags-
ljósið. En það er hér ef til vill
sérstaklega vert að minnast þess,
að íslenzka rómantíkin gerði þetta,
án þess að setja nokkur rómantísk
fingi-aför á sögumar. Þjóðsögur
Jóns Árnasonar eru með öllu ó-
rómantískt rit. Þær eru aðeins
íslenzkar.
IV.
Tímabilið eftir 1880 er vafalaust
hið mesta byltingatímabil, sem yf-
ir ísland hefur komið. ísland ligg-
ur fjarri öðrum löndum, og 1880 er
sambandið við umheiminn mjög af
skornum skamti. Upp undir helm-
ingur verzlunarinnar er í höndum
útlendinga. Bankar eru engir til.
Landbúnaðurinn er rekinn með
mörg hundruð ára gömlu lagi. ís-
lendingar eiga engin skip til að