Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 82
48
TlMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ÍSLENDINGA
Þykkjat mér góðir
Granmars synir,
þó dugir siklingum
satt að mæla;
þeir hafa markat
á Móingshaugum,
at hug hafa
hjörum at bregða. (Völs. kv. 48)
Önnur afleiðing af íþróttam. við-
horfinu er sú, að verkið, sem unn-
ið er, fær gildi sitt eingöngu af því,
sem það birtir um getu íþrótta-
mannsins, en ekki af því, að hvaða
gagni það kemur að öðru leyti. Öll
athyglin beinist að gerandanum
sjáífum, aflinu, leikninni, listinni,
sem lifir sitt andartak í athöfninni
og síðan í orðstír þeim, sem af henni
tendrast. Orðstírinn heldur upp for-
dæminu og vekur þar með til nýrra
dáða í keppni við þær, sem áður eru
unnar: “Brandr af brandi brennr,”
en altlaf er horft á ljómann, en
ekki eldsneytið. Sagan verður saga
um þá einstaklinga, er sköruðu
fram úr.
Af slíkri lífsstefnu leiðir ennfrem-
ur, að kappið vaknar við hverja á-
tyllu. Hver mótstaða eða torfæra
verður ögrun til kraftanna að yfir-
stíga hana, og aldrei má vita fyrir-
fram, hvað takast kann, ef rösk-
lega er að gengið. Óteljandi dæmi í
íslendingasögum sýna, hve fljótir
menn voru til að rísa öndverðir
gegn hverri mótstöðu og etja kappi
við hvern sem var, og það er ber-
sýnilegt, að bak við er löngunin og
viljinn til að fá sig fullreyndan.
Heitstrengingar eru af sama toga
spunnar. Skemtanir manna á þeim
tímum bera sama vitni: hvers kon-
ar íþróttir, þar sem maður keppir
við mann, jafnvel kappát og kapp-
drykkja, og ekki aðeins líkamlegar
íþróttir, heldur og andlegar: kapp
um það, hver yrkir fljótast og bezt
vísu um tiltekið efni, orðasennur,
gáturáðningar. Og loks mannjöfn
uður, þar sem reikningarnir eru
gerðir upp.
í augum fornmanna voru vopna-
viðskifti leikur:
Jafn var mér gnýr geira
gamanleikr við hal bleikan,
kveður Egill, og Vigfúss Víga-
Glúmsson kallar orustu “góðan
leik,’’ enda hét hún í kenningum
skáldanna “sverðleikr,” “örleikr” o.
s. frv. En hvort sem barist er um
lífið með brugðnum sverðum eða.
maður gengur gegn manni í öðrum
líkamsíþróttum, þá er niðurstaðan
sýnileg og áþreifanleg og orkar ekki
tvímælis. En líkamlegt sjálfstæði,.
hreysti og djörfung, sem íþróttun-
um fylgir, verður um leið undir-
staða andlegs þróttar og þors, er
kemur fram í orðaskiftum jafnt og
í vopnaviðskiftum.
Þar sem lífið var þannig metið
eftir íþróttagildi þess, eftir því, hve
gott tækifæri það veitti til að sýna
atgervi sína og geta sér frægð f
þeim efnum, er þá þótti mest um
vert, þá er auðskilin eftirsókn fram-
gjarnra íslendinga fyrrum eftir þvf
að komast í þjónustu þeirra höfð-
ingja, er ágætastir þóttu og flesta
afreksmenn höfðu sér við hönd
Þar var leikvöllurinn, þar mátti fá
sig fullreyndan og þá viðurkenn-
ingu, sem ekki varð skotið til æðra
dóms, þar sem hún kom frá þeim,
sem sjálfur var fremstur meðal