Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 59
STJÓRNARSKIPUN OG LÖG
25
i>’ birta þingmönnum sínum þar
það, sem gjörst hafði á alþingi þá
urn sumarið, t. d. skýra þeirn frá
nýjum löguni, er þar höfðu verið
samþykt.
Næsta stigið í þingkerfinu voru
fjóröungsþingin. Þau voru yngri
en alþingi. Um 985 var landinu
skipt í fjórðunga og var þá ákveðið.
að hver fjórðungur skyldi eiga þing
fyrir sig. Þing þessi rnunu þó eigi
liafa verið haldin að staðaldri nema
stutta stund. Para litlar sögur af
þeim, en hin skrifuðu lög gjöra að-
eins ráð fyrir, að þau kunni að vera
háð. Þess vegna er fátt kunnugt
um skipulag þeirra og starf. Þó
er það víst, að f jórðungsþingið liáðu
allir goðar fjórðungsins saman, en
þeir voru 9 í hverjum af þremur
fjórðungunum og 12 í einum. Enn-
fremur að dómstörf voru aðalstörf
þinga þessara, og að undir þau lágu
mál, er þangað var skotið frá vor-
þingunum, og mál milli manna úr
sama fjórðungi en mismunandi
vorþingum. Líklega hafa goðarnir,
•er þingið háðu, nefnt menn í dóm-
inn, en ekki tekið annan þátt í
dómstörfunum frekar en á vorþing-
unum.
Þá var loks'þriðja og efsta stigið
alþingi. Það var sameiginlegt þing
allra goðorða landsins og þannig
stofnun fyrir landið alt. Alþingi var
háð á ári hverju síðari hluta júní-
mánaðar og stóð að jafnaði yfir
tvær vikur. Til þingsins áttu allir
goðar landsins að koma. Þeir
■gátu kvatt þingmenn sína til fylgd-
ar við sig, og var níundi hver mað-
ur af þingmönnunum skyldur að
fylgja goða sínum til alþingis. En
annars var öllum frjálst að koma til
alþingis, sem til allra þinga. Sög-
urnar bregða upp fyrir oss mörgum
myndum af lífinu á alþingi, og er af
þeirn Ijóst, að þingið var venjulega
mjög fjölsótt. Konur og karlar
víðsvegar að af landinu söfnuðust
saman á Þingvöllum og dvöldu þar
þessar sumarvikur. Þann tíma
voru Þingvellir miðdepill alls þjóð.
lífsins, og þjóðinni og menningu
hennar var það ómetanlegur hag-
ur, að eiga slíkan brennipunkt. Það
sameinaði hana, vakti og hélt við
hjá landsmönnum meðvitundinni
um, að þeir væru ein þjóð, með sam-
eiginlegum áhugamálum og ein-
kennum. Á Þingvöllum var ekki
aðeins um venjuleg þingstörf að
ræða. Þar kynntust menn úr fjar-
lægum héruðum, þar bundu menn
vinfengi sín á milli, þar voru ráðin
kvonföng og kaup gjörð og ýmis-
konar viðskipti önnur. Þar kepptu
ungir rnenn í íþróttum og margs-
konar skemtanir fóru fram. Þar var
miðstöð allra nýjunga, er gjörst
höfðu innanlands eða frést höfðu
frá öðruni löndum. Alþingi var
þjóösamkoma í þess orðs fyllstu
merkingu, og íslenska þjóðin á það
ekki hvað síst þeirri samkomu að
þakka, hve háu stigi menning henn-
ar náði.
Tilhögun alþingis og skipulag var
í mörgum efnum ólíkt þeirri tilhög-
un, er tíðkaðist þá á þingum ann-
ara skvldra þjóða. Þau afbrigði eru
verk íslendinga sjálfra, árangur af
pólitískri hugsun þeirra. í því efni
er það einna eptirtektarverðast, hve
glöggt íslendingar aðgreindu lög-
gjafarvald þingsins frá dómsvaldi