Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 50
16
TIMARIT ÞJC'ÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
ingarinnar með þessum hætti, og
tekið upp aðra skýringu á höfð
ingjavaldinu.
Höfðingjarnir íslensku voru hvorki
nefndir konungar, jarlar eða hersar,
eins og höfðingjarnir norsku höfðu
verið. Þeir voru nefndir goðar og
ríki þeirra goðorð. Goði (gotn.
gudja) þýðir prestur, en nafnið
bendir þannig til þess, að hið póli-
tíska vald goðanna hafi verið ná-
tengt einhverskonar helgistarfi, er
þeir hafi haft með höndum. Út frá
nafninu aðallega hafa menn skýrt
uppruna goðavaldsins á þenna veg.
Sumir landnámsmennirnir hafi
byggt hof á bæjum sínum. Nágrann-
ar þeirra hafi sótt tii hofa þessara.til
guðsdýrkunar. Þeir hafi goldið
hofseigandanum einskonar skatt,
hoftoll, er gengið hafi til að halda
uppi hofinu og blótveislunum. Þann-
ig hafi þeir smámsaman orðið háð-
ir hofseigandanum. í sambandi við
blótveislurnar í hofunum hafi kom-
ist á þinghöld og dómgæsla, og
hofseigandinn hafi verið sjálfsagður
foringi á þessum þingum. Til
skamms tíma hefir þessi skýring
haft einróma fylgi fræðimanna, en
alt að einu er hún ærið varhuga-
verð. Fyrst er þess að gæta, að
væri skýring þessi rétt, er líklegt
að goðorðin hefðu orðið bundin við
ákveðið landsvæði, því hofsóknirn-
ar hafa sennilega verið staðlega
takmarkaðar. í annan stað er það
ljóst af sögunum, af örnefnum og
af fornmenjum, að fjöldi af hofurn
hefir verið um allt landið, en goð-
orðin urðu aðeins 39, og því rnarg-
falt færri en hofin. Það hafa því
aðeins verið tiltölulega fáir hofseig-
endur, sem hlotið hafa pólitísk
völd. Hvað hefir ráðið því, að þeir
hlutu völd, en aðrir ekki? Ýmsar
aðrar ástæður gjöra og skýringu
þessa tortryggilega. Sumir land-
námsmennirnir voru kristnir. Þeir
hafa því vafalaust eigi byggt hof. Alt
að einu eru afkomendur sumra
þeirra goðar. Væru goðorðin runnin
frá hofseigninni, mætti búast við, að
helgistörfin hefðu mótað al.lt starf
goðanna, og þá ætti þeirra að gæta
meira í frásögnunum um störf goð-
anna en raun er á. Goðavaldið
hélst eptir að kristni var lögtekin
árið 1000, að öllu verulegu óbreyttu.
Það er óhugsandi, að svo liefði far-
ið, ef goðavaldið hefði átt rætur
sínar að rekja til hofseignar og for-
stöðu heiðinna blóta. Það hefði
þá hlotið annaðhvort að hverfa al-
veg fyrir kristninni eða að breytast
stórkostlega. En svo var ekki, og
meðan baráttan stóð milli kristn-
innar og Ásatrúarinnar voru ýmsir
voldugustu höfðingjar landsins í
kristna flokknum, og héldu pólitísk-
um völdum sínum óskertum þrátt
fyrir það. Þetta virðist sýna það
ótvírætt, að helgistarf goðanna
hefir verið algjört aukaatriði, og að
goðavaldið ekki er af þeim rótum
runnið. Þess verður heldur eigi
vart, að mjög náið samband hafi
verið milli hofanna og blótanna
annarsvegar og þinghalda og dóm
gæslu hinsvegar. Þingin voru
þannig ekki haldin í hofunum, yfir-
leitt ekki neitt í námunda við þau.
Því er ekki sennilegt, að goðavald-
ið eigi upptök sín í þinghöldum við
hofin. Allar þessar ástæður mæla