Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 45
Eftir Prófessor Ólaf Lárusson
Forseta lagadeildar háskóla íslands
Árið 1247 kom Vilhjálmur kardin-
áli af Sabina til Noregs til að vígja
Hákon konung Hákonarson undir
kórónu. Kardínálinn heyrði þess
þá getið þar, að íslendingar hefðu
engan konung yfir sér, og vakti það
undrun hans. Lét hann svo um
mælt, að það “væri ósannlegt, að
það land þjónaði eigi undir einhvern
konung, sem öll önnur í veröldinni.’’
Þegar þetta gjörðist hafði ísland
verið lýðveldi í rneira en 300 ár.
Allan þann tíma mátti segja að lýð-
veldishugmyndin væri óþekkt í Evr-
ópu, svo óþekkt að hún vakti undr-
un þessa kirkjuhöfðingja. Stjórn.
arskipun íslands var alla þá stund
einsdæmi.
Það er merkilegt sögulegt við-
fangsefni, að grafast fyrir rætur
þess, hvernig á því stóð, að íslenska
þjóðin, hinn ysti útvörður hins ger-
manska heims í vestri og norðri,
skapaði sér þvílíka stjórnarskipun,
og til skýringar því verður að líta
á atvik þau, er lágu að byggingu
landsins í fyrstu.
Landnámssaga íslands er að
mörgu leyti alveg einstök í sinni
i'öð og ólík landnámssögu annara
landa. En tveimur atriðum henn-
er þó sérstaklega ástæða til að
víkja að í þessu sambandi.
Það hefir verið sagt, að íslending-
ar ættu land sitt með meira rétti,
en flestar þjóðir aðrar, þar eð þeir
hefðu eigi tekið það frá neinum
mönnum öðrum, heldur tekið við
því úr höndum náttúrunnar sjálfr-
ar. Landið var mannlaust, þegar
fyrsti landnámsmaðurinn, Ingólfur
Arnarson, festi þar bú, árið 874. Og
það hafði aldrei verið byggt áður.
Einu mennirnir, sem þar höfðu dval-
ið áður, voru fáeinir írskir einsetu-
munkar, en þeir “can hardly be said
to have a place in its history’’
(naumast sagt að þeir komi sögu
landsins við) eins og Lord
Bryce hefir komi st að orði
(Studies in history and jurispru-
dence 1. bls. 264). Þetta atriði, að
landið var mannlaust, reyndist
næsta þýðingarmikið um landnámið
og um sögu þjóðarinnar síðar. Það
voru engir frumbyggjar fyrir, er
landnemarnir þyrftu að útrýma,
undiroka eða renna saman við.
Landnámið varð þess vegna auð-
veldara, en það mundi hafa verið
ella. Af þessum ástæðum gat það
verið fullkomið einkafyrirtæki hvers
einstaks landnámsmanns, og varð
svo í reyndinni. Meðan hið ónumda
land entist, settist hver landnemi að
þar sem honum sýndist. Ef hann
tók meira land, en liann þurfti sjálf-
ur, þá gaf hann af því eða seldi
fylgdarmönnum sínum, ættingjum
eða vinum, eða öðrum er síðar
komu til landsins. Hver landnáms
maður var óháður öllum öðrum.
Þeir þurftu ekki að hafa neitt erlent
stjórnarvald að bakjarli. Og þeir