Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 123
SIÐSKIPTIN A ÍSLANDI
89
máli og hennar privileges, og enga
breytni þar upp á að gera, utan með
kirkjunar ráði.” Um kenninguna
er hér ekki talað einu orði, heldur
aðeins um hin “kennimannlegu frí-
heit,’’ og þar lofar Gissur þeim, að
þeir skulu einskis í missa og engin
breyting verða gerð á hinum kenni-
mannlegu fríheitum að kirkjunni
fornspurðri, eða með öðrum orðum
án þess að það hafi áður verið borið
undir hina almennu prestastefnu,
og samþykt af henni. Að Gissur
hafi þótt halda skuldbindingu sína
trúlega einmitt hvað þetta snertir,
aila sína biskupstíð, er auðsætt af
því, að svo má heita sem þess sjá-
ist hvergi vottur, að hann hafi mætt
verulegum mótþróa af klerkum sín-
um, sem vitanlega voru enn katólsk-
ir, að minsta kosti allur þorrinn,
eða orðið fyrir nokkuru aðkasti af
þeim. En auk þess sýndi hinn ungi
biskup mikla lipurð og lægni, hóg-
værð og stjórnsemi í allri framkomu
sinni gagnvart kennimönnum, að
þeir hlutu að bera til hans velvildar-
og virðingarhug, og enda þótt þeir
væru frábrugðnir honum í skoðun..
um í ýmsu tilliti, þá gat þeim ekki
annað en fundist mikð tl hans koma,
sökum spaklegrar framkomu hans
i hvívetna.
Á Alþingi þetta sama ár komu fram
bréf frá konugi, m. a. um kirkju-
skipunina nýju, enda var hún sem
fyr segir lögð fram þar á þinginu.
En svo er að sjá, sem Gissur hafi
ekki gert það að neinu kappsmáli,
að þessu sinni, að fá þessa áskorun
konungs urn að samþykja kirkju-
skipunina samþykta af Sunnlend-
ingum þar á þinginu, og má vel vera
að hann hafi verið hræddur um, að
telft yrði með því á of tæpt vað.
vegna mótþróa Jóns biskups og
Norðlendinga. Þess vegna kom
ekkert svar við tilmælum konungs
úr Skálholtsstifti, að þessu sinni,
heldur urðu norðan- og vestanmenn
einir til að svara, og svar þeirra
varð mótmæli gegn kirkjuskipun-
inni. í bréfi þeirra til konungs,
sem vafalítið var samantekið af
Jóni Arasyni, og hann einn klerka
liafði undirskrifað, var því, sem um
það mál segir, mjög í hófstilt að
orðalagi, en mergur málsins þó jafn-
framt afdráttarlaus mótmæli.
Gissuri biskup hefir síst komið
það á óvart, hver afdrif kirkjuskip-
unarinnar urðu á alþingi 1540. Svo
vel þekkti hann landa sína, og svo
ljóst var honum það, hve óruddur
vegurinn til hjartnanna var enn
fyrir hinn nýja sið. Því má gera
ráð fyrir, að hann hafi látið
sér það í léttu rúmi liggja, að ekki
fékst lögfesting hennar á þessu
þingi. Að engin mótmæli komu
fram gegn henni úr hans eigin stifti,
gaf honum jafnvel vonir um, að sig-
urinn væri ef vill nær en á
horfðist.
Annars herma heimildir vorar
ærið fátt um Gissur biskup og at-
hafnir hans fyrsta embættisárið.
Þeim verður einna skrafdrjúgast um
athafnir Ögmundar biskups, hversu
hugarþel hans til Gissurar kólnaði
dag frá degi, og hversu hann ljóst
og leynt vann að því að gera eftir-
mann sinn sem tortryggilegastan
í augum almennings, svo að úr því
varð fullur fjandskapur. Tildrög
þessa voru algerlega veraldlegs