Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 174
140
TlMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
hann fyrsta veraldlega skáldið á ís
landi, sem sér nokkuð að ráði af
Titum sínum á prenti.
Ævi hans er margbreytileg. Hann
■er fæddur 1744 og er prestsonur.
Gerist hann sjálfur prestur er hann
hefur aldur til, en verður tvívegis
að láta af prestskap sökum barn-
eigna. Fær hami þá atvinnu við
Hrappseyjarprentsmiðju um hríð, og
giftist Margréti dóttur Boga Bene-
diktssonar. Að lokum fær hann
nppreisn að nýju og kemst að brauð-
inu Bægisá í Eyjafirði og er þar við
mikla fátækt til dauðadags 1819.
Eptir Jón liggur kveðskapur, bæði
frumkveðinn og þýddur, og eru þýð-
ingar hans miklu merkilegri. Hefst
sú starfsemi hans á Hrappseyjar-
árum hans; koma þá út þýðingar af
kvæðum norska skáldsins Tullins
(1774 og 1783), sem um þær mund-
ir var mikils metinn á Norður-
löndum.
Auk kvæða Tullins og fjölda
minni kvæða (t. d. eptir Gellert)
þýðir séra Jón þrjá mikla ljóða-
bálka: Tilraun um manninn eptir A.
Pope, Paradísarmissi Miltons og
Messíasarkvæði Klopstocks — en
•ekki kom nema fyrsti ljóðbálkurinn
og brot af öðum út meðan hann
lifði.
Hér er einkum ástæða til að
minnast á Paradísarmissi og Mess-
ías. Annað er, sem kunnugt er, ort
á rímleysu, á ensku nefnt
blank verse, hitt á hexametri. En
séra Jón þýðir hvorttveggja á forn-
yrðislag og færir þannig inn í
'þessi kvæði straum frá forn-
norrænum kveðskap, Eddukvæðun-
um, því að bragarhættinum fylgir
fleira úr máli og anda fornbókment-
anna. Er ekki vafi á að þetta hefur
orðið þýðingunni til mikils ábata.
Hún verður hátíðlegri í máli og blæ-
lireinni en flest af kveðskap þessar-
ar aldar. Eru þessar þýðingar
fyi’irrennarar Hómers þ ý ð i n g a
Sveinbjarnar Egilssonar, en Svein
björn má telja höfuðlæriföður hinna
rómantísku málbótamanna. Þannig
liggja þræðir frá Jóni Þorlákssyni
tii næsta tímabils.
Það er ekki ætlunin hér að telja
upp skáld þessa tímabils, en þó er
ekki hægt að ganga með öllu fram
hjá Sigurði Péturssyni (d. 1827).
Hann er merkastur sökum þess, að
Hann ritar fyrstur leikrit á íslenzku
(ásamt með Geiri biskupi Vídalín,
er ritar leikinn “Brandur’’). Það
eru gamanleikirnir “Hrólfur og
“Narfi”, sem leiknir voru af skóla-
piltum í Reykjavík. Annað, sem
telja má merkilegt um Sigurð, eru
Stellurímur. Efnið er sótt í kvæð-
ið Stella eptir norska skáldið Wess-
el, en því er snúið í íslenzkar rímur.
En þessar rímur eru þó með ein-
kennilegu móti; ef þær eru ekki
beinlínis skopstæling af rímum,er að
minnsta kosti ljóst, að höfundi hefur
ekki verið óljúft að henda nokkuð
gaman að þeirri bókmentagrein.
Af ritum í óbundnu máli er auð-
vitað mikið frá þessari tíð, en þó
furðu fátt, sem talið veröur til fag-
urra bókmenta. Rit Bjarnar Hall-
dórsonar um búnað (svo sem “Atli”,
“Arnbjörg’’, “Grasnytjar”), Kirkju-
saga Finns biskups Jónssonar og
Árbækur Espólíns eru alt mjög
merk rit, en eigi er þess kostur að
fara nánar út í þau hér. En eigi