Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 149
BNDURVAKNING ÍSLENZKRA FRÆÐA
115
heldur voru öll afrek hinna fornu ís-
endinga eignuð Norðmönnum líka,
svo sem landa leitir, fundur Græn-
lands og Ameríku o.fl. Að megin
þorri nítjándu aldar fræðimanna ís-
lenzkra létu þá, að mestu leyti óá-
talið komast upp með þetta, kom til
ef til vill af því, að þeir glöddust yfir
hinum vaxandi áhuga er Norðmenn
sýndu á fornritum vorum og vildu
gjarna láta þá njóta frændseminn-
ar. Þeir gátu vel unnt þeim þess,
að styrkja sig í þjóðernisbaráttu
sinni, með því að taka að láni eða
jafnvel varpa eign sinni á fornritin
og þau framaverk önnur, er íslend-
ingar unnu á fyrri tíð. íslendingar
vissu það hvort sem var, að hversu
mikið sem aðrar þjóðir reyndu til
þess að draga sér heiðurinn af verk-
um þeirra, myndi þeim aldrei takast
að svifta þá þeirri sæmd er þeim
bæri, í augum allra óhlutdrægra og
menntaðra manna. Að telja Norð-
menn höfunda að íslenzkum ritum,
er samin voru á íslandi, aðeins fyrir
það, að það ber við, að þar eru
skráðir atburðir er gerðust í Nor-
egi, er álíka sanngjarnt og að eigna
tslendingum rit Dufferins lávarðar,
“Letters from high Latitudes,’’ sök-
um þess að þar er getið íslands og
íslenzkra mála. íslendingar flestir
liafa jafnan séð það, að þetta var
fáráðs hjal hjá Norðmönnum, og
bóla er hlaut fyr eða síðar að
springa, og þótt sumir rithöfundar
þeirra haldi enn fast við þessa
stefnu, þá hafa þó flestir hinna betri
höfunda Norðmanna komist að
skynsamari niðurstöðu í þessu máli
og eru farnir að viðurkenna að ráð-
vendni í þessum efnum, sem í öllum
öðrum efnum, er og mun jafnan
verða happasælust.
Þannig hafa þá Norðurlandaþjóð-
irnar allar hver af annari, eignað
sér fræðirit hinna fornu íslendinga,
og nefnt þau og tunguna, er þau eru
rituð á, ýmist forn-Sænsku (Got-
nesku), forn-Dönsku eða forn-Nör-
rænu.
En sannindi þessa máls eru þau,
að í fornri tíð yfir öll Norðurlönd var
töluð sem næst sama tungan, en
ritmálið var íslenzka Hin fáu rit-
verk er tekin voru saman á málísk-
um hinna Norðurlandanna eru bæði
að efni og rithætti fremur lítils virði.
Á íslandi einu hefir tungan varð-
veizt allt frá landnámstíð óbreytt
fram til þessa dags, svo að bókmálið
og hið rnælta mál, er eitt og hið
sama. Enginn skynsamur maður
mun því hika sér við það, að nefna
bókmentirnar fornu íslenzkar og
tunguna íslenzku.