Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 80
46
TÍMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
nefnir þar með einmitt það, er hann
sízt vildi að sannaðist á sér.
í einni af lausavísum sínum kall-
ar Egill Arinbjörn “dreng,” og í
engu einu orði felst meira af æðstu
siðgæðisliugsjón f o r n m a n n a.
“Drengir heita vaskir menn ok
hatnandi,” segir Snorri. í þeirri
skilgreiningu kemur þróunin fram,
líkt og í “heiðþróaðr” hjá Agli.
Án vaskleikans, lireystinnar hug-
prýðinnar koma aðrar gáfur að litlu
eða engu haldi, því aö lífið er bar-
átta, barátta við náttúruna, barátta
við sjálfa oss og barátta við aðra
menn, ef ekki með vopnum hand-
arinnar, þá með vopnum andans.
Öllum er augljóst, hvers virði vask
leikurinn er, þar sem lífsbaráttan
er háð með brugðnum sverðum, þar
sem menn verða að leggja líf sitt
við nálega hvert það mál, er þeir
taka að sér, svo sem var hjá oss á
söguöldinni. Þar stendur sá bezt
að vígi, sem lætur sér sízt bregða
við váveiflega hluti, eins og sagt er
um Halldór Snorrason. En vask-
leikur er í raun og veru engu ónauð-
synlegri þar sem friöur er á yfir-
borði þjóðlífsins, svo að hver maður
er nokkurnveginn óhultur um líf
sitt. Baráttan er þá ekki um það að
halda lífi sínu, heldur um það að
lifa samkvæmt eðli sínu og þörf,
fegra líf sitt og fullkomna. Með
samlífinu hættir mönnum löngum
við að verða hver öðrum háðir, háð-
ir yfirmönnum sínum, vinum, fylg-
ismönnum flokksmönnum, háðir
tízkunni, almenningsálitinu. Þar
af sprettur sú hættan að menn týni
sjálfum sér, láti teygjast frá því
sem þeir sjálfir telja rétt.
“vinni það fyrir vinskap manns
að víkja af götu sannleikans.’’
Allar mannlegar framfarir og þroski
kosta áreynzlu, fást ekki, nema
menn beiti kröftunum vasklega og
þoli margar raunir. Staðfastur get-
ur sá einn verið, sem hugprúður er
og hopar ekki af liólmi, hvað sem
á móti er:
“Hrökkvi þegn fyrir þegni,
þat var drengs aðal lengi.”
En vaskleikurinn einn er ekki nóg-
ui til drengskapar: “Drengir heita
vaskir menn ok batnandi.’’ Dreng-
skapurinn fæst með því að beita
vaskleikanum þannig, að maður
batni við, vinna þau verk, sem
göfga mann, breyta svo að maður
veiði “heiðþróaðr.”
Batnaður, heiðþróun, verður þann-
ig markmiðið, sem að er stefnt. En
hvaða verkum fylgir heiður? Þau
verða að vera sérstaks eðlis, því að
heiður er fólgin í viðurkenningu
annara manna, og almenna viður-
kenningu getur það eitt fengið,
sem ekki er eingöngu gott fyrir gjör-
andann, heldur og fyrir aðra. Heið-
ur táknar samkvæmt uppruna orðs-
ins ljóma, birtu. Heiðþróaðr er sá,
sem hefir þroskast þannig, að hann
ber öðrum birtu og veitir þeim þar
með styrk til að keppa að æðra
marki. Heiðurinn er gróðrarmagn
andans. Hann vekur til vaxtar,
hvar sem hann ljómar. Sú viður-
kenning, er menn ósjálfrátt veita
afbragðsmanninum, er viðbragð
gróðramagnsins í sálum sjálfra
þeirra, eins og blórnið teygir sig í
áttina til ljóssins. En fyrir hverja