Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 55
STJÖRNAjRSKIPUN og lög
21
anum í daglegu lífi hans. Þeir
fylgja honum aðeins í hinu pólitíska
lífi. Og það er meira jafnræði á
milli þeirra eptir samningi þeirra en
milli konungs og hirðar. Þeir eru
sjálfstæðari gagnvart goðanum en
hirðmenn gagnvart konungi. Þess
yerður þannig hvergi vart, að þing-
menn hafi unnið goðanum eiða..
Þetta fyrirkomulag alt hlaut að
leiða til þess, að vald goðanna héld-
ist innan hæfilegra takmarka. Bf
goöinn misbeitti valdi sínu, gat
hann átt það á hættu, að þingmenn-
irnir yfirgæfu hann, og það var
hemill á hann. Af þessum sökum
varð stjórnarfyrirkomulagiö denio-
kratiskara á íslandi en þá tíðkaðist
annarsstaðar, og má segja, að af-
stöðu goða og þingmanna svipi að
nokkru leyti til afstöðu þingmanna
og kjósenda nú á tímum.
Um hlutdeild goðanna á þingun-
um og störf þeirra þar eru til ítar-
leg lagafyrirmæli. Vald þeirra
sýnist að öðru leyti hafa verið nokk-
uð óákveðið, eins og stjórnvald
var yfirleitt á þeim tímum. Goð-
arnir áttu að verja þingmenn sína,
ef á þá var leitað með ofríki, og
þeim var talið skylt að sætta þá,
ef þeir deildu sín á milli. Þeir hafa
og haft einskonar lögreglustjórn, og
var meðal annars talið skylt að út-
rýma illræðismönnum, er gjörðu
óskunda í héraðinu. Þá höfðu þeir
og ýmiskonar eptirlit með útlendum
kaupmönnum og ákváðu verðlag á
varningi þeirra. í heiðni skyldi
eitt höfuðhof fylgja hverju goðorði
og átti goðinn að stýra blótveislun--
urn í því. Þingmenn goðans áttu
að greiða honum einskonar skatt,
en gátu þó komist hjá því ef þeir
fylgdu goðanum til þings. Yfirleitt
sýnist goðastaðan ekki hafa verið
sérlega ábatasöm, enda var svo á-
kveðið í lögum um tíund frá 1096,
að eigi skuli gjalda tíund af því
“veldi er þat en ekki fé.”
Um skilyrðin til að vera goði segja
lögin fátt. Þau virðast hafa verið
mjög rúm, og goðorðin eru að sumu
leyti skoðuð sem einkaréttindi goð
anna. Þau gengu eigi aðeins að
erfðum, heldur mátti og selja þau,
gefa þau eða greiða með þeim
skuldir og yfirleitt ráðstafa þeim
eins og hverri annari eign goðans.
Til slíkra ráðstafanna þurfti goð-
inn ekki einu sinni að fá samþykki
þingmanna sinna. Þess var máske
heldur eigi þörf, því þeir voru tryggð
ir gegn óheppilegum afleiðingum
slíkra ráðstafana með því, að þeir
gátu strax sagt sig úr þingi með
hinum nýja goða, ef þeim féllu eigi
goðaskiptin í geð. En í hina rönd-
ina voru menn sér þess vel meðvit-
andi, að goðavaldið væri opinbert
vald, og kemur það meðal annars
ljóslega fram í því, að svipta rnátti
goðann tigninni með dómi, ef hann
gjörði sig sekan í vanrækslu á em-
bættisstörfum sínum.
Af þeim rótum, er að framan voru
nefndar,ihefir vísir til höfðingjavalds
myndast á íslandi þegar á land-
námstíð, sem framlhaid af völdum
landnámsmannanna og forfeðra
þeirra í Noregi. En fast skipulag
hefir fyrst komist á það með lögum
Úlfljóts 930, og þá fyrst er því
markað svið í stjórnarskipun lands-
ins. Ætla má að þá liafi tala goð-
orðanna verið ákveðin, og að þau