Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 87
SaglinvaiPÍtUajfi Isleimdiiinvgfa
—Eftir—
Pétur Sigurðsson, M.A., háskólaritara
Víkingaferðirnar voru merkileg-
ur þáttur í sögu Norðurálfunnar.
Norðurlandabúar leituðu út, frá eyj-
um Danmerkur, heiðum Jótlands,
skógum Svíþjóðar, fjörðum og döl-
um Noregs. Þeir héldu á vorin vest-
ur yfir haf til fornra og auðugra
menningarlanda, tóku strandhögg,
rændu klaustur, brendu bæi, og
hurfu aftur heim að hausti með full-
ar hendur fjár, í gulli og silfri, dýr-
gripum og herteknu fólki, er þeir
gerðu ánauðuga þræla og ambáttir.
Þeir voru hermenn miklir, hraustir
og harðvítugir, en fyrirstaðan lítil
hjá vestrænu þjóðunum. Hin miklu
auðæfi freistuðu þeirra, sem heima
höfðu setið. Á hverju vor urðu leið-
angrarnir fleiri og fjölmennari, vík-
ingarnir öflugri og ófyrirleitnari.
Norðmenn tóku undir sig eyjarnar
í kringum Skotland, ráku á brott
hina fyrri íbúa og byggðu þær að
nýju. Þeir lögðu undir sig mikinn
hluta írlands og stofnuðu þar kon-
ungsríki. Var veldi þeirra um hríð
svo mikið, að Dublin var norskur
bær, og gátu írar hvergi rönd við
reist; var það ekki fyr en um 1100,
að þeir ráku Norðmenn algerlega af
köndum sér. Danir lögðu undir sig
mikinn hluta Englands og fengu
varanlega fótfestu á Norðymbra-
landi. Síðar fengu þeir um stutta
stund yfirráð yfir öllu Englandi.
Loks tóku norrænir riddarar úr
Normandíi England herskyldi árið
1066, og er það í síðasta skifti, sem
erlendur her hefir lagt England
undir sig. Enn leituðu víkingar
sunnar, til Frakklands og Miðjarðar-
hafslanda. Neyddist Frakkakon-
ungur árið 911 að veita Göngu-
Hrólfi, norskum víkingahöfðingja,
lén á Norður.Frakklandi, þar sem
síðan heitir Normandie, og tóku
menn hans, sem aðallega hafa ver-
ið danskir, undir sig þetta frjósama
land. Svíar herjuðu í Austurveg, til
Eystrasaltslanda, og stofnuðu kon-
ungsríki í Novgorod og Kiew; voru
þessi ríki upphaf Rússaveldis, en
hinir sænsku konungar og aðall
hurfu síðar algerlega inn í slavnesku
þjóðina, sem byggði landið. Loks
komust Norðurlandabúar alla leið
suður í Miklagarð, gengu þar á
rnála og gerðust landvarnarmenn
Byzanzkeisara. Má telja, að vík-
ingaöldin hafi staðið yfir 300 ár, frá
miðri 8. öld til miðrar 11 aldar.
Um þessar mundir fundu Norð-
menn Færeyjar og ísland og byggðu
hvorutveggja, eftir miðja 9. öld.
100 árum síðar fannst Grænland
og byggðist frá íslandi, en þaðan
aftur fundu menn meginland Norð-
ur-Ameríku og gerðu tilraun til þess
að nema landið, er þó misheppnað-
ist.
Af öllum þessum stórtíðindum
var auðvitað margt til frásagnar og
frábær yrkisefni. Sumarvíking
kappanna, sem lögðu úr lægi að