Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 131
SIBSKIPTIN Á ISLANDI
97
að komast í framkvæmd. Um lær-
dóm sjálfs hans er erfitt að fullyrða
mikið, því að um það er oss fátt
kunnugt nema hvað álykta má af
bréfum hans, en það er af fremur
skornum skamti. Þó er ýmislegt
sem bendir á, að hann hafi verið vel
að sér í guðlegum vísindum eftir
því sem þá gerðist, og haft til
brunns að bera bæði þekkingu og
góðan skilning á hinni evangelisku
kenningu og því sem athugaverðast
var við hina katólsku kristindóms-
skoðun. Svo stuttur sem verka-
tími Gissurar varð í biskupsdómi —
aðeins 8 ár — og ónæðissamur
gegnir furðu, að honum skuli hafa
unnist tími til ritstarfa. Að vísu
ei ekki neitt til prentað frá hans
hendi. En vér vitum, að hann m.
a. þýddi á íslensku kirkjuskipunina
nýju, eitt bindi af prédikunum Cor-
vins og nokkur af ritum gamla
testamentisins (Jobsbók, Orðskvið-
ina, Samúelsbækurnar og Sýraks-
bók). Loks hefir honum verið
eignuð þýðing á fræðum Lúters hin-
um minni, og er það ekki nema lík-
legt að hann hafi alveg sérstaklega
valið að íslenska þá bók, svo góða
hugmynd sem hún gaf um höfuð-
drætti hinnar evangelisku kristin-
dómsskoðunar.
Alls yfir verður ekki annað sagt en
að embættisferill Gissurar hafi verið'
merkilegur og að hann fengi afrek-
að miklu á jafnskömmum tíma,
ekki síst þegar þess er gætt, að hann
átti fáa stuðningsmenn svo kunn-
ugt sé, í siðbótarverki sínu.
Langmerkastur stuðningsmanna
hans var Oddur Gottskálksson. Á-
hugi hans á siðbótaverkinu og kær-
leiki til hins evangeliska málefnis
lýsti sér þó aðallega í rithöfunds-
starfi hans í þágu hinnar evangel-
isku kristindómsskoðunar, því, að
hann liafði sig lítt í framnii og virð-
ist ekki hafa verið neinn baráttu-
maður. Eins og fyr segir hafði
hann byi’jað á að útleggja Nýja
testamentið á íslensku, meðan hann
var enn í þjónustu Ögmundar bisk-
ups en fullger var þýðing hans ekki
fyr en haustið 1539 og vorið eftir
(1540) var lokið prentun hennar í
Hróarskeldu. Er útkoma þessarar
þýðingar Odds merkissteinn í sögu
íslenskra bókmenta, því að með
henni er bæði lögð undirstaðan að
öllum síðari þýðingum íslenskum,
og undir bókmál og leturgerð ís-
lenskrar tungu. En auk Nýja testa-
mentisins vann Oddur að þýðingu
Korvins-postillu,svo sem fyr er vikið
að, og ýmislegt fleira átti hann i
fórum sínum er hann féll frá, t. a.m.
þýðingu á Davíðs-sálmum, píningar-
sögu Krists, katekisma Lúters hinu
minni o. fl. Sumt af þessu hefir
síðar verið prentað. En með iðni
sinni við pennan hefir Oddur unnið
siðbótum svo mikið gagn að hann
verðskuldar að nefnast annar frum-
kvöðull siðaskiftanna á íslandi þótt
hann gengi aldrei beinlínis í kirkj-
unnar þjónustu, því að æfistarf
hans varð lögmannsstarf. Hann
drukknaði á leið til alþingis 1556.
Sumarið eftir andlát Gissurar reið
Jón biskup Arason til Alþingis, stað-
ráðinn í því að taka nú í sínar
hendur stjórn Skálholtsbiskups-
dæmis, til þess að koma að sem
biskupi, þeim manni, er treysta