Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Blaðsíða 124
90
TlMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
eðlis. Ögmundur biskup mun hafa
gert sér góðar vonir um, að Gissur
yrði sér leiðitamur eftirmaður, en
þær vonir orðið brátt til skammar.
Þegar Gissur hafði tekið við stól
og stað, tók liann að rannsaka
eignaskrár stólsins. Þóttist hann
verða þess vís, að reikningsskil frá-
faranda væru ekki í sem bestu lagi,
og kallað eftir ýmsu svo sem stóls-
eign, sem Ögmundur eignaði sér.
En það var bein embættisskylda
Gissurar að vaka yfir, að stóllinn
héldi eignum sínum og að ekkert
hefði með ólögum undan honum
gengið. En þetta mislíkaði Ög-
mundi í mesta máta. Að vísu lof-
aði Ögmundur urn síðir að gera full
reikningsskil, en vafalítið hefir það
verið áform hans að reyna að
smokka sér undan því. Því að
nokkuru síðar tekur hann að brugga
launráð gegn Gissuri í þeim til-
gangi, að hrinda Gissuri af stóli
sem ómaklegum og óhæfum til bisk-
upslegrar tignar. En nú dró til
meiri tíðinda, er kollvarpa skyldi
öllu launráðabruggi hins gamla
biskups.
Hinn 24. maí um vorið kom hing-
að út á tveim herskipum einn af
langmestu sjóliðsforingjum Dana
um þessar mundir, Kristófer Hvit-
feldt riddari og höfuðsmaður frá
Stenvikshólmi í Þrándheimi, sem þá
hafði fyrir skemstu verið sendur til
Noregs til að brjóta Norðmenn til
hlýðni við hinn nýja sið. Eftir því,
sem iátið var í veðri vaka, átti erind-
ið hingað að vera það helst, að “láta
menn ná hér lögum og rétti”. En
hið rétta erindi var vitanlega öllu
öðru fremur það að fá menn til að
veita kirkjuskipuninni viðtöku. Ýmis-
bréf hafði höfuðsmaður meðferðis
frá konungi, en ekki eru þau efnis-
rík, enda hefir höfuðsmanni verið
gefið það erindisbréf, sem nægja
mátti. Eitt bréfið var til Gissurar
biskups, sem konungur biður um að
vera Kristófer hjálplegur í öllu, sem
hann þyrfti. — Hefir jafnskjótt og
komið var í höfn, verið sent í Skál-
holt, til þess að gera Gissuri biskupi
aðvart. Eftir að Gissur hefir kynt
sér efni meðtekinna bréfa, bæði frá
konungi og höfuðsmanni, ritar hann
þegar í stað umburðarbréf til presta
í biskupsdæmi sínu, þess efnis, að
þeir komi á prestastefnu á Alþingi til
þess að “rétta oss eftir þeim bréfum
og boðskap, sem til 'stendur, áð Iþar
verði opinberuð og lesin." Og
sjálfur hefir Gissur einhvern næstu
daga haldið til fundar við höfuðs-
manninn, sem hafði stefnt lionum
tii viðtals við sig í Kópavogi 31. maí.
Hvað gerðist á þeim fundi hermir
sagan ekki. En gera má ráð fyrir,
að höfuðsmaður hafi þar tjáð Giss-
uri biskupi erindi sín og áform og
þá m.a. Það að taka Ögmund bisk-
up höndum og hafa hann með sér
af landi burt, til þess með því að
vinna bug á mótblæstri hans gegn
hinurn nýja sið og hinum unga eft-
irmanni sínum.
En daginn eftir Kópavogsfundinn
sendi Hvitfeldt sveit manna austur
yfir fjall, til þess að handsama hinn
aldraða biskup, þar sem hann var
staddur á Hjaila í Ölvesi hjá systur
sinni, sem þar bjó. Ekki verður
Gissuri gefin sök á því verki, þótt
sumir sagnfræðingar vorir hafi það
gert. Er vafalaust, að höfuðsmað-