Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Side 198
164
TlMARIT ÞJODRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
Má þar til nefna krítiskar ritgerðir
um bókmenntir, svo sem um nýja
skáldskapinn (naturalismann); eru
í því margar góðar athuganir.
Kunnastur er fyrirlestur Gests um
lífið í Reykjavík, má þar ekki á milli
sjá, hvort fyndnin er meiri en beizkj-
an, en mikið er af hvorutveggja.
Er sá fyrirlestur snildarverk, en eng-
an þarf að undra á því, að Gestur
yrði hataður af þeim, sem fyrir
þeirri gagnrýni urðu.
Merkust af verkum Gests eru
smásögur hans. Þær eru ekki
rnargar talsins, en allt um það er
ekki hætta á að nafn hans gleymist
í íslenzkum bókmentum. Lesand-
inn harmar aðeins, að honum skyldi
ekki verða lengra lífs og meiri
verka auðið. — Efni sækir hann
bæði í sveitalíf og bæjalíf. í “Kær-
leiksheimilinu” og “Vordraumi”
lýsir hann sveitalífi. Er “Vor-
draumur” einhver bezta saga hans.
Hún segir frá ungum guðfræðingi,
saklausum og einföldum, sem sett-
ur er milli gamla og nýja tímans.
Gamla tímann sjáum vér, þar sem
er aldraður prófastur, reyndur og
veraldelgur í huga og ekki sem
vandaðastur að meðulum. Hann
býður þessum unga guðfræðingi
dóttur sína, bú og brauð. Nýi tím-
inn, er frjálslynd, heiðin, þrítug
ekkja, sem ekki er laus við að vera
dálítið móðursýkisleg. Hún segir
piltinum frá aðferðum þeim, sem
prófastur beiti til að fá bændurna til
að kjósa hann. Hann hryllir við
aðförum pprófasts og hrífst af þess-
ari konu. En brátt hefir prófast-
urinn hann þó á valdi sínu aftur. —
Úr kaupstaðalífinu er sagan “Grím-
ur kaupmaður deyr.’’ En urn
Reykjavík eru sögurnar “Tilhuga-
líf’’ og “Hans Vöggur.”
í öllum sögum Gests kemur fram
beizk bölsýni og vantrú á mann-
fólkinu. í mörgum sögum hans
mætti skifta fólkinu í tvo flokka:
hræsnarana, hyggindamennina ann-
ars vegar, en hins vegar einfeldn-
ingana, sem láta liina fara með sig.
En mannlýsingarnr eru oft prýði-
lega gerðar, og lesandinn finnur að
þær eru sannar. Fólk það, sem
hann lýsir, er vanalega með greini-
legum einstaklingsmerkjum og ekki
tegundareinkennum einum. — Af
útlendum höfundum minnir Gestur
helzt á Maupassant eða Kielland.
Einar Hjörleifsson Kvaran (f.
1859) er meðal hinna afkastamestu
rithöfunda á íslandi, enda hefir
hann alla ævi haft ritstörf með
höndum. Hann fékkst lengi við
blaðamensku, var ritstjóri ýmissa
blaða og síðan tímarita. Hann var
um skeið í Vesturheimi, en flutt-
ist síðan til íslands.
Af skáldritum liggur eftir hann
nokkuð af ljóðum, tvö leikrit og
mikið af sögum. Á fyrri árum rit-
aði hann aðallega smásögur, og
eru sumar þeirra hreinar perlur.
Aðalsöfnin eru “Vestan hafs og
Austan,’’ “Smælingjar,” “Frá ýms-
um hliðum” og “Sveitasögur.” 1908
hóf hann að gefa út lengri skáld-
sögur og hefur hann ritað sex:
“Ofurefli,’’ “Gull,” “Sálin vaknar,’
“Sambýli,’ “Sögur Rannveigar I—
II.’’ Hann lýsir í ritum sínum
langmest Reykjavíkurlífinu, eins og
það var á fyrsta áratug aldarinnar
og fram undir stríðslokin — það er