Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Blaðsíða 199
ISLENZKAR BÖKtfÆENTIR EPTIR SIÐSKIPTIN
165
efnið í flestum hinum lengri sögum
hans. í hinum fym smásögum
víkur hann nokkuð að Ameríkuferð-
unum (Vonir, Litli-Hvammur, Skil-
naður, Anderson), í öðrum að kaup-
staða- eða sveitalífi á íslandi. Sum-
ar af beztu smásögum hans eru um
hörn, svo sem Marjas, Vistaskifti,
og um aðra smælingja. Samúð
hans með þeim, sem bágt eiga, er
hrein og ósvikin og skilningur hans
næmur.
Stíll Einars er mjúkur og líkist
opt daglegu máli; sumstaðar kennir
nokkuð tilfinningasemi, en á öðrum
stöðum er hann glettinn og gaman-
samur.
Einar var á fyrri árum natúralisti
og að listaraferð heldur hann áfram
að vera það. En lífsskoðun hans
tekur miklum stakkaskiftum. Hann
fer manna fyrstur á íslandi að gefa
sig við sálrænum rannsóknum og
gerist brátt spíritisti og hefir unnið
mjög að útbreiðslu þeirrar stefnu á
íslandi. Þessi skoðanaskifti spegl-
ast glögglega í ritum hans. Hin
forna kristna trú hans kemur að
nýju fram í nýrri mynd. Sögur
hans taka nú að bera boð mann-
kærleika og sáttfýsi. Og víða koma
fyrir sálræn fyrirbrigði í ritum hans.
Hann má að vissu leyti kallast
prestur hins nýja siðar.
Frá sömu árum og þau skáld, sem
nú eru nefnd, er séra Jónas Jónas-
son (1856-1918), sem ritað hefir
nokkrar smásögur úr sveitalífinu
Það eru sannar sögur, raunsæar og
ádeilukendar. Hann hefir og ritað
tvær sögulegar skáldsögur, og eru
þær meðal hinna fyrstu af þeirri
tegund á íslandi (skáldkonan Torf-
hildur Holm er ein á undan honum).
Enn merkilegri en skáldverk séra
Jónasar eru rit hans um þjóðfræði
og menningarsögu — þau eru enn
ógefin út.
í Þingeyjarsýslu koma um þessar
mundir fram tvö sagnaskáld, sem
hafa getið sér nokkura frægð. Báðir
eru þeir bændur og sjálfmenntaðir
menn að mestu. En allt um það
hafa þeir töluverð kynni af erlend-
um bókmentum, einkum skandi-
naviskum. Áttu Þingeyingar um
þessar mundir merkilega framfara-
menn, sem voru í einu sveitamenn
og þó nokkuð kunnugir menningar-
straumum annara þjóða. Má ætla
að Þingeyingar hafi þá staðið einna
fremstir í menningu af bændum á
íslandi.
Af þessum tveimur er “Þorgils
gjallandi” (dulnefni fyrir Jón Stef-
ánsson) eldri (1851-1915), og ligg-
ur miklu minna eptir hann á prenti.
í hinum fyrstu bókum sínum “Ofan
úr sveitum’’ (smásögur, 1892) og
“Upp við fossa” (skáldsaga) lýsir
hann sveitalífi. Kemur þar glögt
fram natúralistiskt sjónarmið og
umbótaviðleitni. Töluverðs kulda
kennir til klerka og kirkju. Þriðja
bók hans er “Dýrasögur,” smásögur
um dýr. Andar þar samúð og skiln-
ingi á þessum smælingjum.
Guðmundur Friðjónsson (f. 1869)
liefir ritað langmest af smásögum,
er komið hafa út í smásöfnum, fyr-
irlestrum og mikið af blaðagreinum.
Guðmund má vafalaust telja með
þeim skáldum, sem bezt hafa lýst
íslenzku sveitalífi. Hann er bóndi
í húð og hár. Hann er jafn tengd-
ur sveitalífinu og jurtin moldinni.