Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 51
STJÖKNARSKIPUN OG LÖG
17
þannig í mót þessari skýringu, og
skýringarinnar verður því annars-
staðar að leita.
Báðar þessar skýringar, er nú
voru nefndar, leita upptaka goða.
valdsins á íslandi sjálfu. En það
virðist í raun og veru livorki vera
nauðsynlegt né iíklegt til fullnægj •
andi niðurstöðu. Sýnist þar hófi
nær, að leita upptaka þess lengra,
út fyrir ísland og aptur fyrir land-
námstíman n. Landnámsmennirn-
ir hafa flutt sínar norsku réttar-
hugmyndir með sér til íslands, þ.
á m. skoðanir sínar á höfðingja-
dæminu. Er ekki líklegt, að þær
hugmyndir hafi mótað goðavaldið
íslenska? Er ekki sennileg, að
höfðingjavaldið á íslandi hafi staðið
á sömu rótum og höfðingjavaldið
stóð á í Noregi og hjá öðrum ger-
mönskum þjóðum?
Höfðingjavaldið, hvort sem höfð-
inginn var nefndur konungur eða
öðru nafni, studdist hjá Fornger-
mönum við tvær aðalstoðir, göfgi
höfðingjaættarinnar og fylgdarlið
höfðingjans.
Höfðingjarnir röktu ættir sínar til
goðanna. Þess vegna eignaði þjóð-
trúin þessum ættum afl og gáfur og
aðra fráhæra hæfileika langt fram
yfir það sem aðrir menn nutu.
En konr ungr
kunni rúnar,
æfinnar
ok aldrrúnar,
meirr kunni hann
mönnum bjarga,
eggjar deyfa,
ægi lægja.
Klök nam fugla,
kyrra elda,
sefa of svefja,
sorgir lægja,
afl ok eljun
átta manna.
Þannig lýsir eitt af Eddukvæðun-
um, Rígsþula, konungssyninum, og
koma hinar forngermönsku hug-
myndir, um ágæti hins göfga kyns,
hér fram í sinni hreinustu mynd.
Af því að höfðingjaættirnar voru af
goðunum komnar, stóðu þær sér-
staklega undir vernd goðanna, og
landslýðurinn allur, þar sem þær
ríktu, naut góðs af þeirri vernd.
Ættunum fylgdi sérstök hamingja.
er öðrum var örðugt að ganga í
móti. Yfirburðir forfeðranna gengu
í erfðir til niðjanna, og miklir menn
urðu jafnvel endurbornir í ætt sinni.
Alt þetta tók að vísu frekara til
ættarinnar út af fyrir sig, "en til
einstakra manna af ættinni.
Þannig litu Forngermanar á
höfðingjadæmið, og þessum augum
munu menn hafa litið á það í Noregi
á 9. öld, og fyrir fram sýnist líklegt
að íslendingar hafi litið eitthvað
svipað á það.
í hinum rituðu lögum lýðveldis-
ins er ekki talað um neinn aðal.
Allir frjálsir menn eru þar jafnir að
metorðum, vígsbætur jafnar fyrir
alla og “rétturinn” þ. e. bætur fyrir
persónulegar móðganir, sem í Nor_
egi var mismunandi hár eptir met
orðum, jafn fyrir alla frjálsa menn.
En þrátt fyrir það eru þess fjölmörg
merki, að ættgöfgi var mjög mikils
metin. Sögurnar sýna það til
dæmis, að þegar sæst var á víg, þá
voru vígsbæturnar þeim mun hærri,
sem hinn vegni var kyngöfugri. Og