Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Qupperneq 122
.88
TlMARIT ÞJOÐRÆKNISFETAGS ISLENDINGA
Nokkurum dögum eftir útkomu
Gissurar afhenti Ögmundur biskup
honum stað og stól, með sérstöku
‘resigneranar-bréfi” og árnaði eftir-
manni sínum allra heilla í hinni nýju
stöðu, að almáttugur guð gefi, “að
hann megi fyrirgreindu stykti far-
sællega stjórna sér sjálfum til ham-
ingju, en þeirri guðs lijörð til nyt-
semdar, sem honum er í hendur
fólgin.” Rúmum mánuði síðar
lagði Gissur biskup fram á almennri
preststefnu á Alþingi, eftir fornrí
venju, skjöl og skilríki fyrir biskups-
embættinu. Voru nefndir 23 and-
legar stéttar menn í dóm, til þess að
athuga og rannsaka bréfin. Pundu
þeir ekkert við skjölin að athuga.
Degi síðar gaf Gissur út skuldbind-
ingabréf handa klerkdóminum, þar
sem hann lýsir yfir því, að hann
“vilji halda þá og regera eftir gömlu
og góðu heilagrar kirkju lögmáli,
sérstaklega eftir því sem þær setn-
ingar og statútur votta, er löglegar
sýnast og inauðsynlegar, að ó-
kreinktum þeirra kennimannlegu
fríheitum; sömuleiðis eftir því sem
kristinréttur inniheldur og ekki er á
móti sönnu guðs lögmáli.” Sýnir
Gissur biskup með þessum orðum,
að hann vill síst fara í launkofa með
það, hverja stefnu hann ætlar að
taka í biskupsdómi sínum, þótt
gætilega sé að orði komist; enda var
ekkert að dylja í þessu efni fyrir
klerkdóminum, þar sem iþeir höfðu
sjálfir lesið skipunarbréf konungs,
og vissu af því, að Gissur var bund-
inn við hina nýju kirkjuskipun.
Sama daginn leggur hann fyrir
þingheim allan á Alþingi (þ. e. bæði
leikmenn og viðstadda klerka),
beiðni um, að þeir samþykki skipun
hans yfir stiftið, þar sem með ó-
tvíræðum orðum er lýst yfir því, að
hann vilji “alla yðar á meðal svo
skikka og skipa þeirri andlegu leið-
sögn, er mér er bíföluð, sem ég veit
að réttast er og sannast fyrir al-
máttugum guði”. Hér áskilur hann
sér fullan rétt til að vinna að hverri
þeirri siðbót kirkjunnar, sem hann
álítur nauðsynlega og verður af
engu ráðið, að nokkur viðstaddra
hafi hneykslast á þeim fyrirvara,
sem hann setur þar, enda ber hann
sjálfur fram á þinginu hina nýju
kirkjuskipun, og sýnir það berlega
hver var stefna hans í kirkjumálum.
Að vísu er því ekki að neita, að yfir-
lýsing Gissurar í skuldbindingar-
bréfinu til klerkdómsins er mjög
gætilega orðuð. En hann hlaut að
fara gætilega, þar sem hann vissi
manna best, hve lítt undirbúinn
jarðvegurinn var fyrir hinn nýja sið.
Fyrir því varð hann að forðast alt,
sem til æsinga leiddi eða byltinga,
en með hranalegu orðalagi gat hann
átt á hættu að koma öllu í uppnám.
Annars mun yfirleitt mega gera ráð
fyrir, að í augum klerka hafi kenn-
ingin skift minstu máli. Fæstir
þeirra voru svo lærðir, að þeir gætu
yfir höfuð áttað sig á þeirri hlið mál-
sins. Það, sem mestu skifti í augum
þéirra, voru hin i“kennimannlegti
fríheit,” að þeir héldu þeim “ó-
kreinktum”, því að þeim hlaut að
hrjósa hugur við að komast ef til
vill á vonarvöl með sjálfa sig og
skyldulið sitt. Að þessu og engu
öðru lýtur þá líka loforð Gissurar
um að halda þá alla “með lög og rétt
eftir góðu og gömlu kirkjunnar lög-