Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 106
72
TÍMARIT ÞJOÐRÆKNISFELAGS ISLENDINGA
ur uppi á fjöllum í Noregi; þar
ganga þeir á hólm og fellur Hrafn
dauðvona, en svíkur Gunnlaug og
særir hann banasári, er hann færir
honum vatn í hjálmi sínum. Sag-
an er stutt, en farið með efnið af
hinni mestu snilld, enda er hún
fræg víða um lönd. Deilt hefir
verið um áreiðanleik sögunnar;
verður því ekki neitað, að lista-
mannshendur hafa um hann fjallað,
en aðalatburðir munu rétt greindir.
—Bjarnar saga Hítdælakappa er
um deilur Bjarnar og Þórðar Kol-
beinssonar skálds vegna ástmála;
lýkur þeim með falli Bjarnar. Sagan
virðist forn, en er illa varðveitt og
vantar í hana.
Frá Vestfjörðum eru þessar sög-
ur: Gull-Þóris saga er undarlegur
samsetningur af sönnu frásagnar-
efni, æfintýrum og kynjasögum.
Sagan er færð snemma í letur, en
seinna breytt og aukin til muna
þjóðsagnalegu efni. Gísla saga Súrs-
sonar. Gísli verður fyrir því óláni
að neyðast til þess að hefna vígs
fóstbróður síns á mági sínum. Fyrir
það verður Gísli sekur skógarmað-
ur. Sagan greinir frá lífi hans í
útlegð í þrettán ár, þar til hann
var felldur; hún er átakanleg mjög
og ágæt að framsetning og mann-
lýsingum. Hávarðar saga ísfirðings
greinir frá hefndum gamals manns
eptir einkason sinn; hún er að
miklu leyti skáldskapur. Fóst-
bræðra saga gerist á Vestfjörðum.
Grænlandi og í Noregi. Söguhetj-
urnar eru fóstbræðurnir Þorgeirr
og Þormóðr Kolbrúnarskáld. Þor-
geirr er veginn af grænlenzkum
höfðingja, en Þonnóðr eltir hann
til Grænlands og vegur hann þar.
Þormóðr berst síðan og fellur með
Ólafi konungi helga á Stiklastöð-
um (1030). Sagan mun vera frá
um 1200, en er varðveitt í yngri
mynd og breytt að nokkru.
Á Norðurlandi gerast margar sög-
ur. Bandamanna saga er ein, ein-
stök í sinni röð að því leyti, að hún
gerist eptir hina eiginlegu söguöld,
um miðja 11. öld, og er að efni til
og framsetning gamansaga, um
samtök 7 höfðingja gegn manni lít-
illar ættar, er hafist hafði til fjár
og valda, og hversu faðir hans
ginnir höfðingjana og bjargar syni
sínum. —Kormáks saga um skáld-
ið Kormák og ástir hans. Sagan er
sundurlaus, eiginlega að búningi til
umgerð um vísur hans (rúmlega
60).— Hallfreöar saga vandræða-
skálds segir frá óhamingjusömum
ástum skáldsins og ferðum hans
utanlands og innan; hún virðist
forn og ábyggileg. — Vatnsdæla
saga, um Ingimund gamla land-
námsmann og afkomendur hans.
Sagan er merkileg að efni og all-
löng og ein hinna elztu; hún gefur
upplýsingar um fornar venjur og
flytur þá kenning, að enginn má
sköpum renna. Heiðarvíga saga
eða Víga-Styrs saga er einna elzt
íslendingasagna og greinir frá lát-
lausum róstum og vígaferlum.
Sagan var til á 17. öld í einu hand-
riti, er þó vantaði framan af; brann
fyrri helmingur handritsins ásamt
afriti í Kaupmannahöfn 1728, og
þekkjum vér nú þann hluta aðeins
af endursögn manns, er lesið hafði
handritið áður. — Svarfdæla saga
segir frá héraðsdeilum; hún er að