Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Síða 211
NÝJA ATLANTIS EÐA ISLAND NUTÍM.ANS
177
lok þessa árs, 1929, verður hún orð-
in 10,760 km. Árið 1925 fóru 250,-
000 símskeyti milli íslands og ann-
ara landa en símtölin urðu um hálfa
miljón. Talsíma hafa nú 1 af hverj-
um 25 íbúum landsins. Útvarp hefir
einnig verið reynt á íslandi og verð-
ur það bráðlega sett í samband við
og rekið af landssímanum á ríkis-
kostnað.
Hvernig er nú atvinnulífinu á ís-
landi farið?
Aðalatvinnuvegirnir eru :lándbún-
aður, þ. e. grasrækt og kvikfjár-
rækt, sjávarútvegur og verzlun með
vísi til iðnaðar.
Af landbúnaði lifðu:
árið 1880 53,035 manns
(73% af landslýðnum)
árið 1920 43,785 manns
(46% af landslýðnum)
Tala þeirra, sem landbúnað
stunda, hefir því farið niður um
10,000 manns á síðustu 40 árum. En
þrátt fyrir hefir verið yrkt upp meira
en hehningi meira land en áður og
garðyrkjan ferfaldast.
Árið 1885 var yrkt land 10.000 ha.,
garðrækt 132 ha.
Árið 1925 var yrkt land 23.000 ha.,
garðrækt 500 ha.
og nú árið 1929 er yrkt land c. 30.-
000 ha.
Þrátt fyrir fólksfækkun til sveita
er nú unnið 10 sinnum meira af
jarðabótum í landinu en fyrir 50
árum.
Nú hefir ríkið og látið gera mikl-
ar áveitur á Suðurlands undirlend-
inu fyrir c. 2,000,000 kr. og stofnað
byggingasjóð til nýbýla með 24 milj.
kr. höfuðstól, einnig ræktunarsjóð
með álíka stórum höfuðstól og árl-
veitir það til landbúnaðar um eina
fjórðu milj. króna.
Fénaðareign landsmanna hefir þó
ekki enn aukist mikið:
Árið 1873: nautgripir 22.286, sauö-
fé 417.000, hestar 30.000
geitur 170.
Árið 1923: nautgripir 25.853, sauð-
fé 550,000, hestar 46.000
geitur 2.496.
Þannig hefir nautgripaeign auk-
ist um einn áttunda, sauðfé um einn
fimta, hestar um einn þriðja, en
geitur fjórtánfaldast frá 1873.
Svínarækt liafa íslendingar ekki
enn tekið upp nema að litlum mun,
en hún var mikil til forna.
Útflutningur landafurða nam:
árið 1885 kr. 1.842.000
árið 1925 kr. 7.500.000
En heildartekjur af kvikfjáreign
landsmanna urðu:
árið 1907 kr. 8.000.000, en
árið 1921 c. kr. 30.000.000
Meðalútflutningur vor af land-
afurðum nemur nú c. 8 milj. kr. ár-
lega, en mundi margfaldast, ef vér
færum að vinna úr afurðunum. Nú
er mest öll ullin flutt óunnin til
Ameríku og annara landa. Mjólk,
osta og allskonar kjötmeti mundum
vér og geta framleitt í stórum stíl.
En þrátt fyrir það, þótt lítið sé unnið
úr landafurðunum, hefir útfluttn ■
ingur þeirra fjórfaldast á 40 árum.
Stærstum framförum hefir sjáv-