Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1929, Blaðsíða 77
UFSSKOÐANIR ÍSLENDINGA TIL FORNA
4J
hikandi, er hún stendur andspænis
frumkrafti lífsins, hinni máttugu
ást, og segir: “Dæmið ekki.’’
Hávamál gera ráð fyrir, að hver
viti bezt, livar að honum kreppir
skórinn, og því sé erfitt að gera
öðrum til hæfis og bezt að hlutast
ekki til um annara hagi að óþörfu.
Það ráð er skemtilega orðað:
Skósmiðr þú verir
né skeptismiðr
nema þú sjálfum þér sér;
skór er skapaðr illa
eða skapt sé rangt,
þá er þér böls beðit. (126)
Hins vegar ætlast þau til, að mað-
ur láti annara böl til sín taka, eins
og það væri sjálfs manns böl, og
snúist öndverður gegn þeim, er því
valda:
Illu feginn
ver þú aldregi,
en lát þér at góðu getit. (128)
Hin sterka sjálfstæðishvöt og hið
fasta taumhald skynseminnar, er
birtist í Hávamálum, mundi gera
manninn einrænan og einmana, ef
hann fengi ekki jafnframt fullnægt
annari hvöt, sem á sér engu síður
djúpar rætur í manneölinu, en það
er hvötin til náins samlífs við aðra
menn, og hvergi kemur djúpsæi
Hávamála betur fram en einmitt r.
skilning á þessu.
Ungr var ek forðum,
fór ek einn saman,
þá varð ek villr vega;
auðigr þóttumk,
er ek annan fann;
maðr er manns gaman. (47)
hvars þú böl kant
kveðu þér bölvi at
ok gefat þínum fjöndum frið.
(127)
Og hann bregður upp ógleymanlegri
mynd af einstæðri furu til að sýna,
að vinaskjólið er lífsnauðsyn, sem
það var ekki sízt á víkingaöld:
Óteljandi dæmi úr íslendingasög-
mn, og þó ekkert betur en Gunnars
þáttur Þiðrandabana, sanna, hve
almennt það var með forfeðrum
vorum, að gera annara böl að sínu,
hjálpa þeim sem í vanda var stadd-
ur og leggja líf sitt við. “Skjóls
þykist þessi þurfa,’’ segir Helgi Ás-
bjarnarson, þegar Gunnar klappar
á dyi- hans um nótt. Þessi einföldu
orð segja oss allt, sem segja þarf.
Jafnframt brýna Hávamál það
fyrir oss, að fagna aldrei yfir því,
sem illt er, heldur gleðjast af því,
sem gott er:
Hrörnar þöll,
sú er stendr þorpi á,
hlýrat henni börkr né barr;
svá er maðr,
sá er mangi ann,
livat skal hann lengi lifa. (50)
Bjarni Thorarensen hofir dregið
•upp aðra mynd, sem setja má við
hliðina á þessari. Þær skýra hvor
aðra:
Viður var mér áður
vaxinn fríður að síðu,
vestan ég varði’ hann gusti,
varði’ hann mig austanblástrum.